Innlent

Spá 19 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir 19 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir 19 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir hátt í 19 stiga hita um og eftir hádegi í dag. Hlýjast verður á landinu suðvestantil. Líkur eru á síðdegisskúrum á Suðvesturhorninu seinnipartinn í dag.

Norðaustan átt í dag og á morgun 5-13 m/s. Rigning um austanvert landið en bjart með köflum og þurrt sunnan- og vestanlands. Hiti víða 12 til 20 stig en 8 til 23 stig við austurströndina. Áfram verður norðaustlæg átt á morgun, skýjað með köflum um sunnan og vestanvert landið og lítils háttar úrkoma í flestum landshlutum.
 

Hiti á landinu er víða 12 til 20 stig. Veðurstofa Íslands

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðaustan 5-13 og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestantil á landinu. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á laugardag:

Austan og norðaustan 5-10. Súld suðaustantil, en síðdegisskúrir á Suðurlandi, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Austanátt og dálítil væta, en lengst af þurrt um landið norðvestanvert. Hiti 7 til 17 stig, svalast við N- og A-ströndina.

Á mánudag:

Austlæg átt og lítils háttar væta en yfirleitt þurrt vestantil á landinu. Heldur hlýrra.

Á þriðjudag:

Ákveðin norðaustanátt með rigningu um norðan- og austanvert landið, en annars bjart með köflum og úrkomulítið. Hiti frá 9 stigum fyrir norðan upp undir 20 stig sunnantil.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt. Rigning fyrir norðan, en lítils háttar úrkoma í öðrum landshlutum. Kólnar lítillega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.