Erlent

Stór skjálfti skekur Aþenu

Kjartan Kjartansson skrifar
Aþeningar þustu út á götur eftir að stóri skjálftann reið yfir.
Aþeningar þustu út á götur eftir að stóri skjálftann reið yfir. AP/Petros Giannakouris

Rafmagni og fjarskiptum sló út í hluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands, eftir að jarðskjálfti 5,1 að stærð reið þar yfir í dag. Ekki hafa borist fregnir af frekara tjóni eða mannskaða af völdum skjálftans enn sem komið er.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir vitnum að fólk hafi hlaupið út á götu og að háar byggingar hafi verið rýmdar vegna jarðhræringanna. Jarðskjálftinn er talinn hafa átt upptök sín um 26 kílómetrum norður af borginni. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar þess stóra.

Skjálftans virðist hafa verið sérstaklega vart í miðborg Aþenu. Þar eru slökkviliðsmenn sagðir hafa bjargað tugum manna sem sátur fastir í lyftum vegna rafmagnsleysisins.

AP-fréttastofan hefur eftir jarðfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Grikklands, að skjálftinn hafi fundist um allt sunnanvert landið.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.