Erlent

Stór skjálfti skekur Aþenu

Kjartan Kjartansson skrifar
Aþeningar þustu út á götur eftir að stóri skjálftann reið yfir.
Aþeningar þustu út á götur eftir að stóri skjálftann reið yfir. AP/Petros Giannakouris
Rafmagni og fjarskiptum sló út í hluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands, eftir að jarðskjálfti 5,1 að stærð reið þar yfir í dag. Ekki hafa borist fregnir af frekara tjóni eða mannskaða af völdum skjálftans enn sem komið er.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir vitnum að fólk hafi hlaupið út á götu og að háar byggingar hafi verið rýmdar vegna jarðhræringanna. Jarðskjálftinn er talinn hafa átt upptök sín um 26 kílómetrum norður af borginni. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar þess stóra.

Skjálftans virðist hafa verið sérstaklega vart í miðborg Aþenu. Þar eru slökkviliðsmenn sagðir hafa bjargað tugum manna sem sátur fastir í lyftum vegna rafmagnsleysisins.

AP-fréttastofan hefur eftir jarðfræðingi hjá Jarðvísindastofnun Grikklands, að skjálftinn hafi fundist um allt sunnanvert landið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×