Sport

Varnarmaður Dolphins missti handlegg í bílslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Norton í æfingum fyrir nýliðavalið.
Norton í æfingum fyrir nýliðavalið. vísir/getty

Kendrick Norton, varnarmaður NFL-liðsins Miami Dolphins, liggur alvarlega slasaður á spítala eftir að hafa lent í bílslysi í Miami í gær.

Hann er ekki sagður vera í lífshættu þó svo hann hafi slasast alvarlega. Meiðsli hans eru engu að síður mjög alvarleg og varð að taka af honum annan handlegginn. Hann spilar því ekki amerískan fótbolta á nýjan leik.

Norton spilaði með University of Miami, The U, og þar á bæ var hann í miklum metum.

Varnarmaðurinn var valinn í 7. umferð nýliðavalsins á síðasta ári af Carolina Panthers. Dolphins tók hann svo úr æfingahópi Panthers í desember. Hann ætlaði að gera harða atlögu að sæti í 53 manna hópi Dolphins næsta vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.