Sport

Varnarmaður Dolphins missti handlegg í bílslysi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Norton í æfingum fyrir nýliðavalið.
Norton í æfingum fyrir nýliðavalið. vísir/getty
Kendrick Norton, varnarmaður NFL-liðsins Miami Dolphins, liggur alvarlega slasaður á spítala eftir að hafa lent í bílslysi í Miami í gær.Hann er ekki sagður vera í lífshættu þó svo hann hafi slasast alvarlega. Meiðsli hans eru engu að síður mjög alvarleg og varð að taka af honum annan handlegginn. Hann spilar því ekki amerískan fótbolta á nýjan leik.Norton spilaði með University of Miami, The U, og þar á bæ var hann í miklum metum.Varnarmaðurinn var valinn í 7. umferð nýliðavalsins á síðasta ári af Carolina Panthers. Dolphins tók hann svo úr æfingahópi Panthers í desember. Hann ætlaði að gera harða atlögu að sæti í 53 manna hópi Dolphins næsta vetur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.