Fótbolti

Forseti FIFA segir Írönum að leyfa konum að mæta á fótboltaleiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Konur hafa ekki verið velkomnar á fótboltaleiki í Íran.
Konur hafa ekki verið velkomnar á fótboltaleiki í Íran. vísir/getty

Gianni Infantino, forseti FIFA, skrifaði íranska knattspyrnusambandinu bréf þar sem hann krafðist þess að konur fengju að mæta á leiki í undankeppni HM 2022 þar í landi.

Í október á síðasta ári fengu konur að mæta á fótboltaleik í Íran í fyrsta sinn í 40 ár.

Fyrr í þessum mánuði voru konur sem ætluðu að mæta á vináttulandsleik Írans og Sýrlands í Teheran, hins vegar handteknar.

Samkvæmt BBC lýsti Infantino yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun og sagði hana ekki í takt við loforð Írana um að gera bragarbót í þessum málum.

Tveim stuðningsmönnum var vísað út af leik á HM í Frakklandi fyrir að klæðast bol þar sem kallað var eftir því að konur í Íran fengju að mæta á fótboltaleiki. FIFA viðurkenndi seinna að það hefðu verið mistök að vísa stuðningsmönnunum frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.