Fótbolti

Forseti FIFA segir Írönum að leyfa konum að mæta á fótboltaleiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Konur hafa ekki verið velkomnar á fótboltaleiki í Íran.
Konur hafa ekki verið velkomnar á fótboltaleiki í Íran. vísir/getty
Gianni Infantino, forseti FIFA, skrifaði íranska knattspyrnusambandinu bréf þar sem hann krafðist þess að konur fengju að mæta á leiki í undankeppni HM 2022 þar í landi.Í október á síðasta ári fengu konur að mæta á fótboltaleik í Íran í fyrsta sinn í 40 ár.Fyrr í þessum mánuði voru konur sem ætluðu að mæta á vináttulandsleik Írans og Sýrlands í Teheran, hins vegar handteknar.Samkvæmt BBC lýsti Infantino yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun og sagði hana ekki í takt við loforð Írana um að gera bragarbót í þessum málum.Tveim stuðningsmönnum var vísað út af leik á HM í Frakklandi fyrir að klæðast bol þar sem kallað var eftir því að konur í Íran fengju að mæta á fótboltaleiki. FIFA viðurkenndi seinna að það hefðu verið mistök að vísa stuðningsmönnunum frá.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.