Handbolti

Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hergeir Grímsson er fyrirliði Selfoss.
Hergeir Grímsson er fyrirliði Selfoss. vísir/bára
Selfoss fékk ekki þáttökurétt í Meistaradeildinni í handbolta vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði EHF.

Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Vísi fyrr í dag en Selfyssingar voru allt annað en sáttir við ákvörðun evrópska sambandsins.

Í umsókn sinni sögðu Selfyssingar að þeir myndu spila á heimavelli Hauka, Schenkerhöllinni, en þar hafa farið fram Evrópuleikir í gegnum tíðina.

Róbert staðfestir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöllin uppfylli skilyrði EHF og því hafi umsókn Selfoss um þáttökurétt verið vísað frá.

Upphitun 18.06: Í bréfi sem barst Vísi nú síðdegis frá EHF kemur fram að Selfoss hafi sett Ásvelli, Schenkerhöllina, sem sína keppnishöll. Leikvöllur í Meistaradeildinni þarf að hafa sæti fyrir að minnsta kosti 2500 áhorfendur og það á ekki við Ásvelli. Því hafi Selfyssingum verið neitað um þáttöku.


Tengdar fréttir

Grímur verður næsti þjálfari Selfoss

Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×