Handbolti

Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor vísir/vilhelm
Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta.Selfyssingum stóð til boða að skrá sig í Meistaradeildina sem Íslandsmeistari og nýttu þeir það. EHF fór yfir allar umsóknir um þátttöku í keppninni og birti í dag niðurstöðu sína.Oft hefur verið að þau lið sem fara ekki beint inn í riðlakeppnina þurfi að fara í gegnum forkeppni. Á komandi tímabili verður hins vegar engin forkeppni.35 lið sóttu um þátttöku en aðeins 28 komust inn í riðlakeppnina. Selfyssingar stóðust ekki lágmarkskröfur, eftir því sem fram kemur í tilkynningu EHF, og fá því ekki að vera með. Ekki kemur þó fram hvaða kröfur það hafi verið.

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.