Handbolti

Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins í vor vísir/vilhelm

Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Selfyssingum stóð til boða að skrá sig í Meistaradeildina sem Íslandsmeistari og nýttu þeir það. EHF fór yfir allar umsóknir um þátttöku í keppninni og birti í dag niðurstöðu sína.

Oft hefur verið að þau lið sem fara ekki beint inn í riðlakeppnina þurfi að fara í gegnum forkeppni. Á komandi tímabili verður hins vegar engin forkeppni.

35 lið sóttu um þátttöku en aðeins 28 komust inn í riðlakeppnina. Selfyssingar stóðust ekki lágmarkskröfur, eftir því sem fram kemur í tilkynningu EHF, og fá því ekki að vera með. Ekki kemur þó fram hvaða kröfur það hafi verið.


 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.