Hataðasti maðurinn í UFC stígur loksins aftur inn í búrið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. júní 2019 19:30 Colby hefur lítið annað gert síðasta árið en að labba um með beltið sitt og vera með dólg. vísir/getty Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. Þeir verða aðalnúmerið á bardagakvöldi UFC í Newark. Covington barðist síðast í júní í fyrra. Þá hafði hann betur gegn Rafael dos Anjos og varð bráðabirgðameistari í veltivigtinni. Hann hefur síðar misst það belti. Lengi vel stóð til að hann myndi berjast við meistarana Tyron Woodley og síðar Kamaru Usman. Ekkert gekk þó að koma þeim bardögum á koppinn, ekki síst út af meiðslum Covington. Flestir töldu að hann myndi bíða áfram eftir titilbardaga og því kom það mörgum á óvart að hann taki bardaga gegn hættulegum andstæðingi eins og Lawler núna. „Það er kominn tími til þess að verja raunverulega beltið gegn hinum raunverulega meistara í þyngdarflokknum,“ sagði Colby við Brett Okamoto hjá ESPN. Covington hefur gert ansi marga brjálaða af reiði vegna hegðunar sinnar síðustu ár og flestir unnendur UFC vilja ekkert frekar en að sjá hann rotaðan í búrinu. Hinn 37 ára gamli Lawler barðist síðast í mars er hann tapaði gegn Ben Askren. Hann vildi reyndar meina að bardaginn hefði verið stöðvaður of snemma. Þar áður tapaði hann gegn Dos Anjos þannig að Lawler hefur ýmislegt að sanna. MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Systir Colby sá um að lemja hann í æsku Í nýjasta þætti Embedded er Colby Covington kominn til Chicago ásamt föður sínum og systur. Hann mun berjast við Rafael dos Anjos um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni þar á morgun. 8. júní 2018 14:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Colby Covington mun stíga inn í búrið þann 3. ágúst næstkomandi gegn fyrrum veltivigtarmeistaranum, Robbie Lawler. Þeir verða aðalnúmerið á bardagakvöldi UFC í Newark. Covington barðist síðast í júní í fyrra. Þá hafði hann betur gegn Rafael dos Anjos og varð bráðabirgðameistari í veltivigtinni. Hann hefur síðar misst það belti. Lengi vel stóð til að hann myndi berjast við meistarana Tyron Woodley og síðar Kamaru Usman. Ekkert gekk þó að koma þeim bardögum á koppinn, ekki síst út af meiðslum Covington. Flestir töldu að hann myndi bíða áfram eftir titilbardaga og því kom það mörgum á óvart að hann taki bardaga gegn hættulegum andstæðingi eins og Lawler núna. „Það er kominn tími til þess að verja raunverulega beltið gegn hinum raunverulega meistara í þyngdarflokknum,“ sagði Colby við Brett Okamoto hjá ESPN. Covington hefur gert ansi marga brjálaða af reiði vegna hegðunar sinnar síðustu ár og flestir unnendur UFC vilja ekkert frekar en að sjá hann rotaðan í búrinu. Hinn 37 ára gamli Lawler barðist síðast í mars er hann tapaði gegn Ben Askren. Hann vildi reyndar meina að bardaginn hefði verið stöðvaður of snemma. Þar áður tapaði hann gegn Dos Anjos þannig að Lawler hefur ýmislegt að sanna.
MMA Tengdar fréttir Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30 Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00 Systir Colby sá um að lemja hann í æsku Í nýjasta þætti Embedded er Colby Covington kominn til Chicago ásamt föður sínum og systur. Hann mun berjast við Rafael dos Anjos um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni þar á morgun. 8. júní 2018 14:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Colby: Slæmir strákar vinna alltaf í lífinu Hataðasti maðurinn í UFC, Colby Covington, er ekkert hættur að rífa kjaft og það stendur heldur ekki til að draga úr látunum á næstunni. 7. júní 2018 11:30
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00
Usman og Colby í átökum í spilavíti | Myndband Fyrsta titilvörn Kamaru Usman í veltivigt UFC verður væntanlega gegn Colby Covington en þeir tóku smá forskot á sæluna í spilavíti í Las Vegas í gær. 4. mars 2019 23:30
Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni. 5. júní 2018 14:00
Systir Colby sá um að lemja hann í æsku Í nýjasta þætti Embedded er Colby Covington kominn til Chicago ásamt föður sínum og systur. Hann mun berjast við Rafael dos Anjos um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni þar á morgun. 8. júní 2018 14:00