Sport

Colby: Fólkið í Brasilíu vill að RDA drepi mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colby efast ekkert um að hann muni pakka RDA saman.
Colby efast ekkert um að hann muni pakka RDA saman.
Bardagavikan fyrir stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC er hafin. Þá verða rosalegir bardagar á dagskránni.Aðalbardaginn er titilbardagi í millivigtinni þar sem Robert Whittaker reynir að verja titil sinn gegn Yoel Romero.Næststærsti bardagi kvöldsins er um bráðabirgðabeltið í veltivigtinni. Þar mætir Brasilíumaðurinn Rafael dos Anjos, RDA, hataðasta manninum í UFC, Colby Covington.„Ég er kóngurinn í Brasilíu og fólkið þar vill að ég deyi. RDA mun því reyna að drepa mig,“ segir Colby meðal annars í fyrsta þættinum af Embedded sem eru upphitunarþættir fyrir kvöldið stóra sem verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.Sjá má þáttinn hér að neðan.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.