Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Hópar tyrkneskra tölvuþrjóta hafa lýst yfir ábyrgð á hið minnsta þremur tölvuárásum á Íslandi síðasta sólarhringinn. Fyrirtæki og stofnanir hér á landi eru ekki nægilega vel varin að sögn Valdimars Óskarssonar framkvæmdastjóra Syndis. Hann hefur áhyggjur af alvarlegri hluta árásanna sem fólk tekur ekki  endilega eftir. Rætt verður við Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fylgst með heimsókn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra Atlatnshafsbandalagsins, til Íslands en hann kom í morgun. Við tökum stöðuna á þingi. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann á fjármálaáætlun ámælisverðan og rætt verður við formann Þroskahjálpar sem er einnig ósátt við vinnubrögðin.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×