Erlent

Internetið í Eþíópíu legið niðri í á sjöunda dag

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu.
Frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Getty/Sean Gallup

Lokað hefur verið fyrir aðgang að internetinu í á sjöunda dag í austur-Afríkuríkinu Eþíópíu. Internetsleysið fer illa í þjóðina og gætir mikillar reiði og pirrings meðal almennings. CNN greinir frá.

Lokað er meðal annars fyrir samskiptamiðla á borð við Whatsapp og neyðast verslunareigendur, blaðamenn og fleiri til að nýta sér krókaleiðir til þess að tengjast um heiminum.

Orðrómar eru uppi um að ríkisstjórnin hafi látið loka fyrir aðgang að internetinu til þess að koma í veg fyrir að útskriftarnemar í framhaldsskólum landsins, geti svindlað á komandi prófum.

Auk þess sem að netaðgangur liggur niðri hefur einnig verið lokað á SMS-kerfi síðan síðasta fimmtudag.

CNN leitaði svara hjá helsta fjarskiptafyrirtæki Eþíópíu og vildi framkvæmdastjóri þess ekki tjá sig um málið. Þá hafði ekki borist svar frá ríkisstjórninni við fyrirspurn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.