Körfubolti

Golden State keypti auglýsingu til að óska Toronto til hamingju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá meistarafögnuðinum í miðborg Toronto í gær.
Frá meistarafögnuðinum í miðborg Toronto í gær. vísir/getty
Golden State Warriors keypti heilsíðu auglýsingu í dagblaðinu Toronto Star til að óska nýkrýndum NBA-meisturum Toronto Raptors til hamingju með titilinn.

Toronto vann Golden State í úrslitum NBA-deildarinnar, 4-2, og tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins. Um leið kom Toronto í veg fyrir að Golden yrði meistari þriðja árið í röð.

Auglýsingin sem Golden State keypti birtist í Toronto Star í gær, sama dag og meistarafögnuður Raptors fór fram á götum Toronto.



Talið er að ein og hálf milljón manns hafi verið samankomin í miðborg Toronto í gær til að fagna NBA-meisturunum nýkrýndu.

Fjórir urðu fyrir skoti á meðan meistarafögnuðinum stóð en meiðsli þeirra eru ekki talin lífshættuleg. Þrír voru handteknir vegna skotárásarinnar.

NBA

Tengdar fréttir

Skotárás í meistarafögnuði Toronto Raptors

Talið er að tveir hafi orðið fyrir skoti í miðborg Toronto í Kanada í dag. Mikill fjöldi fólks var þar samankomin til að fagna fyrsta NBA titli körfuboltaliðs borgarinnar Toronto Raptors.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×