Körfubolti

Toronto NBA-meistari í fyrsta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bikarinn fer á loft í nótt.
Bikarinn fer á loft í nótt. vísir/getty

Toronto Raptors er NBA-meistari eftir að hafa unnið sjötta leik úrslitaeinvígisins gegn Golden State Warriors, 114-110 í nótt. Liðið vann því einvígið 4-2.

Kawhi Leonard var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með að meðaltali 28,5 stig í úrslitaeinvíginu.

Golden State hafði orðið NBA-meistari síðustu tvö ár lentu í miklum meiðslavandræðum. Kevin Durant var á meiðslalistanum og þeir misstu Klay Thompson í þriðja leikhlutanum.

Stephen Curry átti þó möguleika á að jafna einvígið í 3-3 er Golden State var einu stigi undir, 111-110, rétt fyrir leikslok en þriggja stiga skot hans geigaði.

Toronto er fyrsta kanadíska liðið til þess að vinna stóran bikar í íþróttum í Bandaríkjunum síðan Toronto Blue Jays varð meistari í hafnabolta 1993.

Pascal Siakam og Kyle Lowry voru stigahæstir í liði meistaranna en þeir skoruðu báðir 26 stig. Siakam tók að auki tíu fráköst.

Í liði Golden State var það Klay Thompson sem var atkvæðamestur með 30 stig en hann þurfti, eins og áður segir, að fara af velli í þriðja leikhlutanum. Stephen Curry skoraði 21 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.