Körfubolti

Sjáðu fagnaðarlætin hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Toronto í nótt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bikarinn á lofti.
Bikarinn á lofti. vísir/getty

Toronto Raptors varð NBA-meistari í fyrsta sinn í nótt er þeir unnu 114-110 sigur á Golden State Warriors og einvígið þar af leiðandi 4-2.

Eðlilega var kátt á hjalla í Toronto í nótt enda í fyrsta skipti sem liðið verður NBA-meistari og fyrsta skipti í langan tíma sem stór bikar kemur til Toronto.

Stuðningsmenn Toronto hafa lifað vel sig inn í úrslitakeppnina og þrátt fyrir að tónlistamaðurinn Drake hafi stolið senunni er það ekki bara hann sem er dyggur stuðningsmaður Toronto.

Brot af því besta frá fagnaðarlátum Toronto má sjá hér að neðan.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.