Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 20:30 Radiohead árið 1997. Vísir/Getty Rúmlega 17 tímum af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 hefur verið lekið á netið. Óljósar fregnir benda til þess að einhver sem hafði efnið í fórum sínum hafi freistað þess að selja áhugasömum aðdáendum upptökurnar fyrir háar fjárhæðir. Segja má að OK Computer sé meistararstykki hljómsveitarinnar og sú plata sem kom hljómsveitinni rækilega á kortið sem ein af fremstu hljómsveitum heimsins. Upptökur plötunnar tóku dágóða stund og framleiddu hljómsveitarmeðlimir gríðarmikið efni við gerð plötunnar.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Til þess að fagna 20 ára afmæli plötunnar gaf hljómsveitin út sérstaka viðhafnarútgáfu þar sem finna mátti ýmislegt góðgæti fyrir aðdáendur, svo sem nokkur áður óútgefin lög sem höfðu heyrst á tónleikum og eru í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum. Auk þess mátti finna um klukkutímalangar upptökur frá æfingum og tónleikum sem hljómsveitarmeðlimum þótti við hæfi að gefa út, hörðum aðdáendum til mikillar gleði, enda ómetanlegt að fá viðlíka innsýn inn í starf hljómsveitarinnar.Lagalisti viðhafnarútgáfunnar sem kom út árið 2017.Vildi hátt í 20 milljónir Nú virðist hins vegar sem svo að nánast öllu efni sem hljómsveitin tók upp við gerð OK Computer hafi verið lekið á netið. Málið er hið dularfyllsta en í gær birti notandi að nafni Santicol færslu á Reddit-síðu þar sem fjallað er um allt sem tengist Radiohead. Þar bað hann um aðstoð við að komast í samband við hljómsveitarmeðlimi til þess að láta þá vita að tiltekinn aðili hafi haft samband til þess að bjóða efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, tók upp þegar OK Computer var tekin upp. Sagði hann að þetta væru upptökur sem hljómsveitin hefði notað til að velja úr aukaefni á viðhafnarútgáfuna sem kom út árið 2017.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohad of vinsæla loks að koma út Krafðist aðilinn allt að 150 þúsund dollara, um 20 milljóna króna, fyrir að veita aðgang að hinum 17 tíma löngu upptökum. Sagðist Santicol vera svo hneykslaður á því að aðilinn væri að krefjast svo hárrar upphæðar að hann fór með málið á Reddit, þar sem hann bað um hjálp við að komast í samband við hljómsveitina, en óvíst er hvort honum hafi tekist það. Ekki er vitað hvort einhver hafi greitt upphæðina sem um ræðir en upptökunum var engu að síður lekið á netið í morgun. 17 klukkutímum og 15 mínútum í 18 skrám, allt í allt. Til samanburðar má nefna að OK Computer er rétt um 53 mínútur að lengd. Ekkert hefur komið fram um það hvernig sá sem lak efninu á netið hafi fengið aðgang að því.Radiohead á sviðinu í Laugardalshöll 2016.Vísir/HannaHljómsveitin enn ekki tjáð sig um lekann Á upptökunum kennir ýmissa grasa en þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Nokkuð ljóst er að um er að ræða afar sjaldgæfa innsýn í hvernig ein merkasta hljómsveit tónlistarsögunnar starfar og hafa aðdáendur hljómsveitarinnar margir hverjir fagnað mjög í dag. Þó veltar ýmsir upp hvort rétt sé að njóta þess að hlusta á upptökurnar þegar alls óvíst er hvort lekinn sé gerður í þökk eða óþökk hljómsveitarmeðlima, ef marka má Reddit-þráð um lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efni frá Radiohead er lekið á netið. Upptökum af Hail to the Thief, sjöttu breiðskífu hljómsveitarinnar, var lekið á netið skömmu áður en platan kom út, hljómsveitarmeðlimum til mikillar gremju. Enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá hljómsveitinni varðandi lekann. Fastlega má gera ráð fyrir að þeir tjái sig fyrr en seinna, enda um gríðarlega umfangsmikinn leka að ræða. Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Rúmlega 17 tímum af upptökum frá æfingum og tónleikum í kringum OK Computer plötu Radiohead sem kom út árið 1997 hefur verið lekið á netið. Óljósar fregnir benda til þess að einhver sem hafði efnið í fórum sínum hafi freistað þess að selja áhugasömum aðdáendum upptökurnar fyrir háar fjárhæðir. Segja má að OK Computer sé meistararstykki hljómsveitarinnar og sú plata sem kom hljómsveitinni rækilega á kortið sem ein af fremstu hljómsveitum heimsins. Upptökur plötunnar tóku dágóða stund og framleiddu hljómsveitarmeðlimir gríðarmikið efni við gerð plötunnar.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Til þess að fagna 20 ára afmæli plötunnar gaf hljómsveitin út sérstaka viðhafnarútgáfu þar sem finna mátti ýmislegt góðgæti fyrir aðdáendur, svo sem nokkur áður óútgefin lög sem höfðu heyrst á tónleikum og eru í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum. Auk þess mátti finna um klukkutímalangar upptökur frá æfingum og tónleikum sem hljómsveitarmeðlimum þótti við hæfi að gefa út, hörðum aðdáendum til mikillar gleði, enda ómetanlegt að fá viðlíka innsýn inn í starf hljómsveitarinnar.Lagalisti viðhafnarútgáfunnar sem kom út árið 2017.Vildi hátt í 20 milljónir Nú virðist hins vegar sem svo að nánast öllu efni sem hljómsveitin tók upp við gerð OK Computer hafi verið lekið á netið. Málið er hið dularfyllsta en í gær birti notandi að nafni Santicol færslu á Reddit-síðu þar sem fjallað er um allt sem tengist Radiohead. Þar bað hann um aðstoð við að komast í samband við hljómsveitarmeðlimi til þess að láta þá vita að tiltekinn aðili hafi haft samband til þess að bjóða efni sem Thom Yorke, söngvari hljómsveitarinnar, tók upp þegar OK Computer var tekin upp. Sagði hann að þetta væru upptökur sem hljómsveitin hefði notað til að velja úr aukaefni á viðhafnarútgáfuna sem kom út árið 2017.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohad of vinsæla loks að koma út Krafðist aðilinn allt að 150 þúsund dollara, um 20 milljóna króna, fyrir að veita aðgang að hinum 17 tíma löngu upptökum. Sagðist Santicol vera svo hneykslaður á því að aðilinn væri að krefjast svo hárrar upphæðar að hann fór með málið á Reddit, þar sem hann bað um hjálp við að komast í samband við hljómsveitina, en óvíst er hvort honum hafi tekist það. Ekki er vitað hvort einhver hafi greitt upphæðina sem um ræðir en upptökunum var engu að síður lekið á netið í morgun. 17 klukkutímum og 15 mínútum í 18 skrám, allt í allt. Til samanburðar má nefna að OK Computer er rétt um 53 mínútur að lengd. Ekkert hefur komið fram um það hvernig sá sem lak efninu á netið hafi fengið aðgang að því.Radiohead á sviðinu í Laugardalshöll 2016.Vísir/HannaHljómsveitin enn ekki tjáð sig um lekann Á upptökunum kennir ýmissa grasa en þar má finna snemmbúnar útgáfur af velflestum lögunum sem komu út á OK Computer, auk fjölda annarrra laga, þar á meðal gullfallega útgáfu af laginu Lift sem löngu er orðið goðsagnakennt á meðal aðdáenda Radiohead, og hefur áður verið fjallað um á Vísi. Nokkuð ljóst er að um er að ræða afar sjaldgæfa innsýn í hvernig ein merkasta hljómsveit tónlistarsögunnar starfar og hafa aðdáendur hljómsveitarinnar margir hverjir fagnað mjög í dag. Þó veltar ýmsir upp hvort rétt sé að njóta þess að hlusta á upptökurnar þegar alls óvíst er hvort lekinn sé gerður í þökk eða óþökk hljómsveitarmeðlima, ef marka má Reddit-þráð um lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem efni frá Radiohead er lekið á netið. Upptökum af Hail to the Thief, sjöttu breiðskífu hljómsveitarinnar, var lekið á netið skömmu áður en platan kom út, hljómsveitarmeðlimum til mikillar gremju. Enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá hljómsveitinni varðandi lekann. Fastlega má gera ráð fyrir að þeir tjái sig fyrr en seinna, enda um gríðarlega umfangsmikinn leka að ræða.
Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30