Innlent

Sólar­stundir í júní orðnar fleiri en allan mánuðinn í fyrra

Sylvía Hall skrifar
Miðbærinn iðar af lífi í sólinni.
Miðbærinn iðar af lífi í sólinni. Vísir/Vilhelm
Í júní í fyrra voru sólskinsstundir í Reykjavík sjötíu talsins en bara í dag eru sólskinsstundir orðnar fleiri en fimmtán og sól enn á lofti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu daga.Nú í dag, þann 6. júní, eru sólskinsstundir mánaðarins komnar yfir sjötíu stundir og því met síðasta árs slegið. Sólin hefur látið sjá sig alla daga mánaðarins og benda spár til þess að veðurblíðan haldi áfram.Næstu daga er spáð blíðskaparveðri á höfuðborgarsvæðinu og má sjá tveggja stafa hitatölur í kortunum.  Sundstaðir borgarinnar hafa verið vinsælir í veðurblíðunni og útisvæði veitingastaða þéttsetin. Veitingamenn eru því kampakátir þessa dagana.

Starfsmenn Café Paris eru vart farnir að setja útiborð upp þegar fyrstu gestir dagsins mæta. Vísir/Vilhelm
„Það er miklu meiri stemning hjá öllum. Það er búin að sól síðastliðnar tvær vikur nánast og fólk er miklu meira að koma og sitja úti,“ segir Alexander Skjóldal, veitingastjóri á Sæta Svíninu. Veitingamenn á American Bar og Café Paris taka í sama streng og segja aðsóknina í að njóta veðurblíðunnar yfir mat og drykk vera gífurlega. Þá er Óttarr Hrafnkelsson, deildarstjóri Ylstrandarinnar, afar bjartsýnn á sumarið. „Þetta verður besta sumarið hingað til.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.