Sport

Roethlisberger biður Brown afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Síðasta knúsið. Big Ben og Antonio Brown eru engir vinir í dag.
Síðasta knúsið. Big Ben og Antonio Brown eru engir vinir í dag. vísir/getty

Það var ekki gott ástandið hjá Pittsburgh Steelers síðasta vetur og samband lykilmanna liðsins, Ben Roethlisberger og Antonio Brown, var í molum.

Roethlisberger, sem er leikstjórnandi liðsins, veit sem er að þessi leiðindi hafa verið honum að kenna og honum þykir miður að þau hafi leitt til vinslita.

„Ég var skammaður og það réttilega fyrir ummæli mín um Brown,“ sagði Roethlisberger en hann kastaði frá sér lykilbolta í leik gegn Denver og kenndi Brown um allt saman. Þeir hnakkrifust og Brown mætti ekki á æfingar í kjölfarið. Þarna urðu vinslit.

„Mér líður raunverulega illa yfir þessu og biðst afsökunar á þessu. Ég gekk of langt. Fyrirgefning nær bara svo og svo langt á samfélagsmiðlum. Ég get ekki tekið þetta til baka og vildi að ég gæti það því þetta eyðilagði vinskap okkar.“

Brown virðist ekki vera til í að fyrirgefa því hann henti í þetta tíst skömmu eftir að viðtalið við Roethlisberger fór í loftið.Öll þessi læti enduðu með því að Brown vildi losna frá Steelers og úr varð að hann fór yfir til Oakland Raiders.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.