Óreiða og usli er Katalónarnir mættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Tónninn var sleginn fyrir nýtt kjörtímabil þegar spænska þingið kom saman í fyrsta sinn í gær eftir kosningar aprílmánaðar. Þingmenn mættu þar til starfa, kusu þingforseta og sóru spænsku stjórnarskránni hollustueið. Það var hvorki friðar- né sáttatónn sem ríkti. Þess í stað einkenndist þessi fyrsti dagur nýs þings af óreiðu, ósætti og illvild. Athygli þingmanna, fjölmiðla og flestra annarra beindist að fimm nýjum þingmönnum. Þeir Oriol Junqueras, Jordi Sanchez, Josep Rull og Jordi Turull mættu í neðri deild þingsins og Raül Romeva í þá efri. Fimmmenningarnir eru á meðal þeirra Katalóna sem hafa frá því í febrúar setið í hæstarétti þar sem réttað er yfir þeim og þeir sakaðir um uppreisn, skipulagða glæpastarfsemi, uppreisnaráróður og aðra glæpi sem þeir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu héraðsins haustið 2017. Katalónarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en ár. Þeir náðu kjöri til þings í apríl og fengu í síðustu viku leyfi til að yfirgefa fangelsið til að sækja innsetningarathöfnina. Hins vegar var þeim gert að mæta aftur í fangelsi að athöfninni lokinni og fá því ekki leyfi til þess að sinna þingstörfum. Spænski miðillinn El País fjallaði ítarlega um atburðarásina í neðri deildinni í gær þegar þingmönnum var gert að sverja stjórnarskránni, sem Katalónarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn, hollustueið. Miðillinn vakti sérstaklega athygli á því hverju þingmenn mismunandi flokka bættu við hinn hefðbundna eið. Þingmenn öfgaþjóðernishyggjuflokksins Vox mættu snemma og settust í sætin fyrir aftan starfandi forsætisráðherra, sem alla jafna eru ætluð samflokksmönnum hans, og sór Santiago Abascal, leiðtogi Vox, Spáni sjálfum sérstaklega hollustueið.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAMeðlimir vinstriflokksins Podemos sóru lýðræði og jafnrétti sérstaklega sinn eið og sósíalistar lýðveldinu sjálfu. Juan López de Uralde, leiðtogi Græningja, sór svo „plánetunni allri“ hollustueið. Hollustueiðar ákærðu Katalónanna fjögurra í neðri deildinni féllu í grýttan jarðveg í salnum, þá einkum á meðal þingmanna Vox. Eiðirnir heyrðust reyndar afar illa í sjónvarpsútsendingu og væntanlega þingsal sömuleiðis. Barið var í borð og heyra mátti þingmenn hrópa „út, út, út“, samkvæmt El País, á meðan Katalónarnir tóku til máls. „Ég sver spænsku stjórnarskránni hollustueið sem lýðveldissinni, pólitískur fangi og vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess,“ sagði Oriol Junqueras, ákærður fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs. Sanchez, Rull og Turull tóku í sama streng og sögðust aukinheldur sverja stjórnarskránni hollustueið með „það lýðræðislega umboð sem fékkst frá katalónsku þjóðinni í atkvæðagreiðslunni 1. október“ 2017. Albert Rivera, þingmaður Borgaraflokksins og einn forystumanna katalónskra sambandssinna, tók til máls í kjölfarið og sagði málflutning hinna ákærðu „smána spænsku þjóðina enn á ný“. Hann fór fram á að þingmennirnir yrðu ávíttir sérstaklega. „Spánn er lýðræðisríki og hér eru engir pólitískir fangar,“ sagði Rivera. Ekki voru þó allir ósáttir við veru ákærðu í þingsal eða málflutning þeirra. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, tók til að mynda hlýlega á móti Katalónunum. Meritxell Batet, nýr forseti neðri deildar, katalónskur sambandssinni og þingmaður Sósíalistaflokksins, greip inn í og minnti á að hollustueiðar allra þingmanna hefðu verið í samræmi við reglugerðir þingsins og dóma stjórnlagadómstóls Spánar. „Hér ætti rökræðan og viskan að vera í fyrirrúmi, ekki öskur og vanvirðing,“ sagði Batet.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira