Íslenski boltinn

Þriðji sigur Stjörnunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján byrjar vel með Stjörnuna.
Kristján byrjar vel með Stjörnuna. vísir/getty
Stjarnan vann 3-1 sigur á Fylki fjórðu umferð í Pepsi Max-deild kvenna er liðin mættust á Stjörnuvellinum í Garðabænum í kvöld.Markalaust var í hálfleik en Renae Cuellar kom Stjarnan yfir. Diljá Ýr Zoomers tvöfaldaði svo forystuna á 73. mínútu og Stjörnustúlkur komnar í vænlega stöðu.Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni í 3-0 en Margrét Björg Ásvaldsdóttir minnkaði muninn í 3-1 áður en yfir lauk. Lokaktölur 3-1.Stjarnan er með þrjá sigurleiki í fyrstu fjórum leikjunum og eru í þriðja sætinu en Fylkir er í fimmta sætinu með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.