Sport

Aaron Rodgers pakkað saman af liðsfélaga í bjórdrykkjukeppni á körfuboltaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rodgers er enginn vatnslás. Svo mikið er víst.
Rodgers er enginn vatnslás. Svo mikið er víst.

Leikmenn Green Bay Packers voru óvænt í sviðsljósinu á körfuboltaleik Milwaukee og Toronto í gær. Þeir fóru þá í bjórdrykkjukeppni í höllinni.

Fyrst kom myndavélin á sóknarlínumann Packers, David Bakhtiari, og hann negldi í sig tveimur bjórum á örfáum sekúndum. Hann benti svo yfir í dýrari sætin þar sem Rodgers sat. Leikstjórnandinn, og næstlaunahæsti leikmaður NFL-deildarinnar, er augljóslega ekki með neinn vatnslás því hann náði ekki að klára úr einu glasi. Dapurt.

Bakhtiari hló og skellti í sig þriðja bjórnum. Hans starf á vellinum er að vernda Rodgers og gerir það alla jafna vel. Það vakti líka kátínu að sjónvarpsfólkið skildi merkja Rodgers sem aukaleikara í Game of Thrones þar sem hann fékk örhlutverk á dögunum.Margir hlógu að því hversu lélegur Rodgers væri að drekka bjór. Einn þeirra var Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions, sem var að horfa á leikinn á bar.

Hann kenndi Rodgers hvernig ætti að gera þetta og skellti því að sjálfsögðu á netið. Stafford augljóslega með alvöru holræsi enda hvarf bjórinn á núll einni.NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.