Sport

Finnar heimsmeistarar í þriðja sinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimsmeistaratitlinum fagnað
Heimsmeistaratitlinum fagnað vísir/getty

Finnland er heimsmeistari í íshokkí eftir að hafa lagt Kanadamenn að velli 3-1 í úrslitaleik í Bratislava í Slóvakíu í dag að viðstöddum ríflega 9 þúsund áhorfendum.

Kanadamenn komust yfir snemma leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta jöfnuðu Finnar metin með marki Marko Anttila.

Hann var aftur að verki í upphafi þriðja leikhluta og kom Finnum í 2-1. Harri Pesonen gerði svo út um leikinn skömmu fyrir leikslok og tryggði Finnum heimsmeistaratitilinn.

Þetta er í þriðja sinn í sögunni sem Finnar verða heimsmeistarar í íshokkí Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.