Trans maður rakar sig í fyrsta skipti í auglýsingu frá Gillette Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 22:05 Gillette Rakstursvöru fyrirtækið Gillette birti nýja auglýsingu á fimmtudag sem sýnir það þegar trans maður rakar sig í fyrsta skiptið með hjálp föður síns. Myndbandið sýnir Samson Brown og pabba hans, sem kennir honum að raka sig. „Hvenær sem er, hvar sem er, hvernig sem það gerist – fyrsti raksturinn þinn er einstakur,“ var yfirskrift myndbandsins. Samson segir í myndbandinu: „Ég er á þeim stað í manndómi mínum þar sem ég er í rauninni hamingjusamur. Það er ekki bara ég sem er að breytast, heldur eru allir í kring um mig að breytast.“ „Takk kærlega Gillette,“ skrifaði Samson í athugasemd við nýju auglýsinguna. „Fyrir að leyfa mér að deila svona mikilvægu augnabliki í lífi karlmanns með föður mínum.“ „Ég hlakka til frábæru hlutanna sem þið munuð halda áfram að gera til að hvetja okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.“ „Takk fyrir að deila sögu þinni, Samson!“ svaraði Gillette. „Við erum mjög ánægð að hafa fengið að sýna þetta einstaka augnablik sem þið pabbi þinn deilduð og erum stolt að hafa unnið með þér.“ „Takk fyrir hugrekki þitt og sjálfstraust til að deila vegferð þinni að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér!“ skrifuðu þau.Samson Brown rakar sig í fyrsta skiptið.skjáskotGillette greip athygli heimsins fyrr á árinu þegar þau birtu stuttmynd sem fjallaði um eitraða karlmennsku og tók skýra afstöðu til Me Too byltingarinnar. „Að leggja í einelti. Að áreita,“ skrifaði Gillette í yfirskrift myndbands á YouTube. „Er þetta það besta sem maður getur verið?“ „Það er aðeins með því að skora á sjálfa okkur til að gera meira sem við komumst nær því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Að segja það rétta, að gera það rétta,“ bættu þau við. Margir hrósuðu fyrirtækinu fyrir frumkvæðið en stór hópur einstaklinga var óánægður og taldi fyrirtækið vera of pólitískt. Þessi hópur fólks fór að nota myllumerkið #BoycottGillette, sem þýðist sem „sniðgöngum Gillette“ og sögðust aldrei ætla að kaupa vörur fyrirtækisins aftur. Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Rakstursvöru fyrirtækið Gillette birti nýja auglýsingu á fimmtudag sem sýnir það þegar trans maður rakar sig í fyrsta skiptið með hjálp föður síns. Myndbandið sýnir Samson Brown og pabba hans, sem kennir honum að raka sig. „Hvenær sem er, hvar sem er, hvernig sem það gerist – fyrsti raksturinn þinn er einstakur,“ var yfirskrift myndbandsins. Samson segir í myndbandinu: „Ég er á þeim stað í manndómi mínum þar sem ég er í rauninni hamingjusamur. Það er ekki bara ég sem er að breytast, heldur eru allir í kring um mig að breytast.“ „Takk kærlega Gillette,“ skrifaði Samson í athugasemd við nýju auglýsinguna. „Fyrir að leyfa mér að deila svona mikilvægu augnabliki í lífi karlmanns með föður mínum.“ „Ég hlakka til frábæru hlutanna sem þið munuð halda áfram að gera til að hvetja okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.“ „Takk fyrir að deila sögu þinni, Samson!“ svaraði Gillette. „Við erum mjög ánægð að hafa fengið að sýna þetta einstaka augnablik sem þið pabbi þinn deilduð og erum stolt að hafa unnið með þér.“ „Takk fyrir hugrekki þitt og sjálfstraust til að deila vegferð þinni að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér!“ skrifuðu þau.Samson Brown rakar sig í fyrsta skiptið.skjáskotGillette greip athygli heimsins fyrr á árinu þegar þau birtu stuttmynd sem fjallaði um eitraða karlmennsku og tók skýra afstöðu til Me Too byltingarinnar. „Að leggja í einelti. Að áreita,“ skrifaði Gillette í yfirskrift myndbands á YouTube. „Er þetta það besta sem maður getur verið?“ „Það er aðeins með því að skora á sjálfa okkur til að gera meira sem við komumst nær því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Að segja það rétta, að gera það rétta,“ bættu þau við. Margir hrósuðu fyrirtækinu fyrir frumkvæðið en stór hópur einstaklinga var óánægður og taldi fyrirtækið vera of pólitískt. Þessi hópur fólks fór að nota myllumerkið #BoycottGillette, sem þýðist sem „sniðgöngum Gillette“ og sögðust aldrei ætla að kaupa vörur fyrirtækisins aftur.
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira