Sport

Saksóknari fær ekki að nota kynlífsmyndbandið af eiganda Patriots

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það lítur út fyrir að Kraft sé að fara að fagna enn einum sigrinum í sínu lífi.
Það lítur út fyrir að Kraft sé að fara að fagna enn einum sigrinum í sínu lífi. vísir/getty
Það lítur út fyrir að eigandi NFL-meistara New England Patriots, Robert Kraft, muni sleppa með skrekkinn í máli sem átti að höfða gegn honum í Flórída.

Kraft sótti sér þjónustu á vændishúsi í ríkinu en vændishúsið var dulbúið sem nuddstofa. Tvö myndbönd voru til af Kraft þar sem hann stundaði ólöglegt athæfi á nuddstofunni.

Kraft hefur barist harkalega gegn því að þau myndbönd verði ekki birt og hann hefur nú náð fullnaðarsigri í þeim efnum. Myndböndin verða ekki birt og það sem meira er að þá hafa þau verið dæmd ólögleg sönnunargögn í málinu.

Lögmenn hans munu því væntanlega fara fram á frávísun í dag þar sem einu sönnunargögnin gegn honum voru þessu tilteknu myndbönd.

NFL

Tengdar fréttir

Kraft biðst afsökunar eftir ákæru vegna vændiskaupa

Í fyrstu yfirlýsingu sinni eftir að hann var kærður segist hann vita að hann hafi sært fjölskyldumeðlimi sína, vini, samstarfsmenn, aðdáendur Patriots og aðra og hann hafi valdið þeim vonbrigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×