Innlent

Dregur úr úrkomu á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Áfram verður bjart og hlýtt veður norðaustan- og austanlands.
Áfram verður bjart og hlýtt veður norðaustan- og austanlands. Vísir/Vilhelm
Áfram situr víðáttumikil lægð suðaustur af Hvarfi og grynnist smám saman. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings Veðurstofu Íslands en þar segir að skil frá lægðinni séu að koma inn á vestanvert landið með rigningu eða súld með köflum um sunnan- og vestanvert landið.Sums staðar verður suðaustanstrekkingur en annars hægari vindur. Áfram verður bjart og hlýtt veður norðaustan- og austanlands. Lægir smám saman á morgun og dregur úr úrkomu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-lands.

Suðaustlægar áttir, 3-8 m/s á föstudag og laugardag og víða léttskýjað á NA-verðu landinu, annars dálítil rigning með köflum.Á sunnudag má búast við lítilsháttar vætu V-til, en skýjað með köflum A-til. Eftir helgi má búast við hægum austlægum áttum og kólnar þá fyrir austan en hlýjast verður þá á Vesturlandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.