Sport

Skothríð að húsi aðstoðarþjálfara Colts

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Colts.
Úr leik hjá Colts. vísir/getty

Óhugnaleg uppákoma varð við hús Parks Frazier, aðstoðarþjálfara liðs Indianapolis Colts í NFL-deildinni, er átta drengir létu skotunum rigna á hús þjálfarans.

Vitni segja að þetta hafi allt verið ungir menn sem hafi komið á þremur bílum. Þeir hafi hoppað út úr bílunum og hafið skothríðina tafarlaust.

Bakdyrunum var síðan sparkað upp og einhverjir fóru inn í hús og skutu þar allt í tætlur. Sem betur fer var húsið mannlaust en uppákoman engu að síður mjög óhugnaleg fyrir Frazier og fjölskyldu.

Lögreglan leitar nú drengjanna en einn þeirra missti símann sinn inn í húsinu og það ætti að gefa lögreglunni vísbendingar um hverjir hafi verið að verki.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.