Lífið

Jóhannes Haukur stigakynnir Íslands í Eurovision

Birgir Olgeirsson skrifar
Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák
Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák fbl/anton brink

Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson verður stigakynnir fyrir Íslands hönd í Eurovison í ár. „Þegar ég var beðinn um þetta sagði ég strax já,” segir Jóhannes Haukur.

„Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák og best að afgreiða þetta af öryggi og festu ásamt lipurð og sveigjanleika. Svo er þetta tækifæri til að gleðja börnin mín. Þeim mun eflaust þykja þetta töff. Ég vona það allavega.“

Jóhannes Haukur er meðal þekktustu leikara þjóðarinnar en hann hefur undanfarið tekist á við stór hlutverk bæði hérlendis og erlendis.

Hann lék meðal annars aðalhlutverkin í Svartur á leik, Ég man þig, Hollywoodmyndinni Alpha, auk þess sem hann birtist heimsbyggðinni sem Lem Lemoncloac í Game of Thrones.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.