Erlent

May útskýrir leiðtogaval í júní

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Einn þeirra sem ásælast sæti May er fyrrverandi utanríkisráðherrann Boris Johnson.
Einn þeirra sem ásælast sæti May er fyrrverandi utanríkisráðherrann Boris Johnson. EPA/NEIL HALL

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. Sú atkvæðagreiðsla fer fram á breska þinginu í byrjun júní.

Þingið hefur í þrígang hafnað samningnum. Samkvæmt heimildum Breska ríkisútvarpsins mun May segja af sér ef sagan endurtekur sig og samningnum er hafnað. Einn þeirra sem ásælast sæti May er fyrrverandi utanríkisráðherrann Boris Johnson. Hann sagði í gær að hann ætlaði án nokkurs vafa að sækjast eftir formennsku þegar þar að kemur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.