Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Stuðningsmenn Juan Guaidó flykktust að herstöð í höfuðborginni Karakas þar sem þeim lenti saman við lögreglu og þjóðvarðliðið. Getty Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaránstilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gærkvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í forsetakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starfandi forseta bárust stuðningsyfirlýsingar frá Vesturlöndum. Bandaríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnarinnar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leopoldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mótmæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkisstjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Maduros við forsetahöllina. Átök brutust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita ofbeldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á friðsamlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsingafulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast ofbeldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkisstjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaránstilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gærkvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í forsetakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starfandi forseta bárust stuðningsyfirlýsingar frá Vesturlöndum. Bandaríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnarinnar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leopoldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mótmæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkisstjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Maduros við forsetahöllina. Átök brutust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Samkvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita ofbeldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á friðsamlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsingafulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast ofbeldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkisstjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Tengdar fréttir Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06 Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvetur herinn til þess að rísa upp gegn Maduro forseta. 30. apríl 2019 11:06
Segja þrjá úr innsta hring Maduro hafa samþykkt að hann þyrfti að fara frá Mótmælendur þyrptust á götur höfuðborgarinnar Caracas í dag til að sýna ýmist Guaidó eða Maduro stuðning. 30. apríl 2019 22:25
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37