Körfubolti

Óli Stef tók keðjusagardansinn í klefa KR-inga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óli Stef, Bóas og fleiri góðir í búningsklefa KR-inga.
Óli Stef, Bóas og fleiri góðir í búningsklefa KR-inga. mynd/stöð 2 sport

Ólafur Stefánsson mætti í DHL-höllina og fylgdist með bróður sínum, Jóni Arnóri, og félögum hans í KR verða Íslandsmeistarar í körfubolta sjötta árið í röð. KR vann ÍR í oddaleik, 98-70.

Ólafur lét sér ekki nægja að horfa á leikinn heldur stjórnaði hann fögnuði KR-inga í búningsklefanum eftir leikinn.

Handboltahetjan tók þar mjög svo skemmtilegan keðjusagardans sem féll vel í kramið hjá KR-ingum.

Dansinn hans Ólafs og frekari fögnuð KR-inga má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.


Klippa: Óli Stef stjórnaði fagnaðarlátum KR-inga
Tengdar fréttir

Boyd valinn bestur

Bandaríkjamaðurinn knái hjá KR var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Jón: Langar að spila meira

Jón Arnór Stefánsson langar að spila körfubolta áfram eftir að hafa hjálpað KR til sjötta Íslandsmeistaratitilsins í röð með sigri á ÍR í oddaleik í DHL höllinni í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.