Körfubolti

Jón Arnór: Þetta er sætasti titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór býr sig undir að lyfta bikarnum.
Jón Arnór býr sig undir að lyfta bikarnum. vísir/daníel þór

„Við enduðum sem sigurvegarar á toppnum. Eins og ég sagði eftir síðasta leik líður okkur vel í óþægilegum aðstæðum,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Svala Björgvinsson eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn sjötta árið í röð með sigri á ÍR, 98-70, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld.

Jón Arnór hefur núna fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR.

„Þetta verður alltaf ótrúlegt. Ég held að þetta sé sætasti titilinn. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu en á endanum kláruðum við þetta,“ sagði Jón Arnór.

„Þegar það fer að styttast í annan endann á þessu kann maður betur að meta þetta, sérstaklega þegar það gengur ekki vel á tímabilinu,“ bætti Jón Arnór við en KR endaði í 5. sæti Domino's deildarinnar.

Jón Arnór var búinn að gefa það út að þetta tímabilið yrði hans síðasta á ferlinum. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að hann haldi áfram.

„Ég veit það ekki. Maður fær „fixið“ aftur núna,“ sagði Jón Arnór.

Klippa: Viðtal við Jón Arnór


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.