Körfubolti

Sjáðu meistaramyndbandið til heiðurs KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslandsmeistarar síðustu sex ára.
Íslandsmeistarar síðustu sex ára. vísir/daníel þór

KR vann 28 stiga sigur á ÍR, 98-70, í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld.

KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð og 18 sinnum alls. Ekkert lið hefur unnið fleiri Íslandsmeistaratitla í karlaflokki en KR.

Það gekk á ýmsu hjá KR í vetur. Liðið lenti í 5. sæti Domino's deildarinnar og féll úr leik í undanúrslitum Geysisbikarsins.

En í úrslitakeppninni sýndu KR-ingar styrk sinn. Í 8-liða úrslitunum vann KR Keflavík, 3-0, og í undanúrslitunum slógu KR-ingar Þórsara úr Þorlákshöfn út, 3-1.

KR lenti 1-2 undir gegn KR í úrslitaeinvíginu en tryggði sér oddaleik með því að vinna fjórða leikinn í Seljaskóla, 75-80, á fimmtudaginn.

Í oddaleiknum í DHL-höllinni var svo aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. KR var alltaf með yfirhöndina og vann á endanum öruggan sigur, 98-70.

Að venju lauk síðasta þætti vetrarins í Domino's Körfuboltakvöldi á myndbandi til heiðurs Íslandsmeisturunum. Það má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: KR Íslandsmeistari 2019


Tengdar fréttir

Boyd valinn bestur

Bandaríkjamaðurinn knái hjá KR var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.