Körfubolti

Sjáðu fögnuð KR-inga og orminn hjá Inga | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum.
Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. vísir/daníel þór

KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð eftir sigur á ÍR í oddaleik, 98-70, í kvöld.

KR lenti 1-2 undir í einvíginu en vann síðustu tvo leikina og tryggði sér titilinn.

Fögnuður KR-inga var mikill í leikslok enda afrekið stórt og mikið. KR hefur alls 18 sinnum orðið Íslandsmeistari í karlaflokki.

Ingi Þór Steinþórsson, sem gerði KR í annað sinn að Íslandsmeisturum, tók m.a. hinn svokallaða orm á gólfinu í DHL-höllinni. Hann tók svipuð dansspor þegar hann vann titla með kvennaliði Snæfells fyrir nokkrum árum.

Fögnuð KR-inga má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir

Boyd valinn bestur

Bandaríkjamaðurinn knái hjá KR var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.