Sport

Sonur Holyfields í NFL

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa ekki staðið sig í prufum fyrir nýliðavalið fékk Holyfield yngri samning við lið í NFL.
Þrátt fyrir að hafa ekki staðið sig í prufum fyrir nýliðavalið fékk Holyfield yngri samning við lið í NFL. vísir/getty

Sonur hnefaleikakappans fyrrverandi, Evanders Holyfield, hefur samið við NFL-liðið Carolina Panthers.

Hinn tvítugi Elijah Holyfield var ekki valinn í nýliðavali NFL í síðustu viku. Panthers samdi samt við hann, og þrjá aðra leikmenn sem voru ekki valdir í nýliðavalinu, í gær.

Holyfield yngri lék með Georgíu háskólanum áður en hann ákvað að reyna fyrir sér í NFL-deildinni.

Holyfield stóð sig ekki nógu vel í prufum þar sem leikmenn sem fóru í nýliðavalið sýndu listir sínar og var ekki í hópi þeirra 25 hlaupara sem voru valdir í nýliðavalinu. Hann fékk þó samning hjá Panthers.

Faðir Holyfields var einn fremsti hnefaleikakappi heims á sínum tíma. Hann er sá eini sem hefur verið óskoraður heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum.

Holyfield eldri er hvað þekktastur fyrir tvo bardaga gegn Mike Tyson á árunum 1996-97. Holyfield vann fyrri bardagann en Tyson var dæmdur úr leik í þeim seinni eftir að hafa bitið Holyfield í eyrað.

Holyfield-feðgarnir fyrir ansi mörgum árum síðan. vísir/getty
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.