Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2019 20:30 Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25