Lögreglan í Kýpur gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna fjöldamorða Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2019 14:45 Kafarar leita að líki ungrar stúlku í stöðuvatni nærri Nicosia, höfuðborg Kýpur. AP/Petros Karadjias Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017. Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Lögreglan í Kýpur stendur frammi fyrir harðri gagnrýni vegna meðferðar lögregluþjóna á tilkynningum um týndar erlendar verkakonur þar í landi. Búið er að handtaka fyrrverandi hermann sem hefur játað að hafa myrt fimm konur og tvær ungar stúlkur. Stjórnarandstaðan á Kýpur hefur kallað eftir því að Dómsmálaráðherra landsins og yfirmaður lögreglunnar segi af sér. Málið hefur vakið mikinn óhugur í Kýpur þar sem fjöldamorð af þessu tagi þykja einstaklega sjaldgæf. Rannsakendur frá Bretlandi, sem sérhæfa sig í fjöldamorðum, munu hjálpa til við rannsókn málsins.Lík þriggja kvenna hafa fundist. Talið er að tvær af konunum sem búið er að finna hafi verið frá Filippseyjum og hurfu þær í maí og í ágúst í fyrra. Önnur þeirra, Marry Rose Riburcio, átti sex ára dóttur sem hvarf á sama tíma en lík hennar hefur ekki fundist. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni gaf maðurinn upp staðsetningu þriðja líksins sem fannst og sagði hann þá konu hafa verið annaðhvort indverska eða frá Nepal.Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Irene Charalambides sagði Reuters að dómstólar Kýpur muni dæma manninn fyrir morðin. Afskiptaleysi yfirvalda þurfi þó að rannsaka. Ekkert hafi verið aðhafst þegar hvörf kvennanna voru tilkynnt og því þurfi dómsmálaráðherrann og yfirmaður lögreglunnar að segja af sér. Í heildina eru 80 mannshvörf óleyst á Kýpur og ná þau aftur til 1990. Lögreglan hefur lýst því yfir að rannsókn muni fara fram á öllum mögulegum verklagsgöllum þeirra vegna hvarfanna og hefur sérstök nefnd verið stofnuð til þess. Hermaðurinn fyrrverandi er 35 ára gamall og hefur nafn hans ekki verið opinberað og er það samkvæmt lögum í Kýpur, þar sem hann hefur ekki verið ákærður enn. Hann fannst í síðustu viku þegar lögregluþjónar fóru yfir netskilaboð Tiburcio og sáu skilaboð þeirra á milli. Hin konan sem var frá Filippseyjum hét Arian Palanas Lozano en lík hennar fannst í sömu námugöngum og lík Tiburcio. Lögreglan leitar einnig Livia Florentina Bunea, frá Rúmeníu, og átta ára dóttur hennar, Alena Natalia Bunea. Þær hurfu í september 2016. Þá er einnig leitað að Maricar Valtez Arquiola sem hvarf í desember 2017.
Kýpur Tengdar fréttir Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Viðurkenndi morð á sjö konum og stúlkum niður í átta ára Þrjú lík hafa fundist en maðurinn viðurkennir að hafa orðið fleirum að bana. 25. apríl 2019 23:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“