Íslenski boltinn

Spilaði gegn Messi síðasta sumar en þjálfar í 3. deildinni á Íslandi í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals.
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals. vísir/bára
Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið ráðinn annar þjálfari KH, Knattspyrnufélags Hlíðarenda, fyrir tímabil sumarsins.KH tilkynnti þetta í kvöld en nýtt þjálfarateymi var tilkynnt eftir að Arnar Steinn Einarsson þurfti frá að hverfa vegna anna á öðrum vígsstöðvum.Enginn annar en Birkir Már Sævarsson mun taka við liðinu ásamt Hallgrími Dan en þeir munu þjálfa liðið í sameiningu.Það verður því nóg að gera hjá Birki í sumar en hann mun spila með Val, þjálfa hjá KH og einnig spila með íslenska landsliðinu mikilvæga undankeppnisleiki í júní.KH leikur í 3. deildinni, fjórðu efstu deild á Íslandi, en þeir duttu út úr Mjólkurbikarnum um liðna helgi er þeir töpuðu 1-0 fyrir KFR.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.