Sport

Kvaddi Patriots með því að beygla Lombardi bikarinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gronkowski með bikarinn umtalaða
Gronkowski með bikarinn umtalaða vísir/getty
Rob Gronkowski lagði fótboltaskóna á hilluna nýlega en hann sá til þess að minning hans myndi lifa að eilífu á meðal New England Patriots.

Liðsmenn Patriots voru mættir á Fenway Park, heimavöll Boston Red Sox, og fögnuðu nýjasta meistaratitli sínum á fyrsta heimaleik Red Sox á nýju tímabili.

Með þeim í för var Lombardi bikarinn, bikarinn sem er í boði fyrir sigurvegara Ofurskálarinnar, Super Bowl.

Áður en leikur Red Sox hófst voru Patriots-menn að æfa sig að kasta hafnarboltum því þeir áttu að kasta fyrsta boltanum inn á völlinn og hefja leikinn.

Á meðan þeir léku sér tók Gronkowski upp á því að taka bikarinn og þykjast ætla að slá boltann með bikarnum í stað venjulegrar hafnarboltakylfu.

Hann hætti við á síðustu stundu en ákvað í staðinn að halda bikarnum út frá bringunni, svokallað „bunting“ og þar small hafnarboltinn í bikarnum með þeim afleiðingum að bikarinn beyglaðist all verulega.

Leikmenn Patriots voru þó ekkert allt of ósáttir með félaga sinn því nú hefur bikarinn, sá sjötti í safninu hjá Patriots, sérstakan karakter.





NFL

Tengdar fréttir

Gronkowski leggur skóna á hilluna

New England Patriots missti í gær eina af sínum stærstu stjörnum þegar Rob Gronkowski tilkynnti að hann væri hættur að leika amerískan fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×