Sport

KA bikarmeistari annað árið í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
KA menn fagna sigrinum
KA menn fagna sigrinum mynd/ka

KA er bikarmeistari karla í blaki eftir öruggan sigur á Álftanesi í úrslitaleiknum í dag.

Þetta er annað árið í röð sem KA verður bikarmeistari karla.

KA vann í þremur hrinum, 3-0, en það var þó Álftanes sem byrjaði leikinn mun betur. Álftnesingar komust í 12-7 í fyrstu hrinu áður en KA kom til baka og jafnaði leikinn. KA tók fyrstu hrinuna 25-22.

Önnur hrina var mjög spennandi og Álftanes var skrefinu á undan nær alla hrinuna. KA komst hins vegar yfir á ögurstundu og vann 25-23.

Í þriðju hrinunni var KA hins vegar með yfirhöndina og vann örugglega 25-17 og því leikinn 3-0.

Fyrr í dag varð kvennalið KA bikarmeistari eftir sigur á HK svo KA er tvöfaldur bikarmeistari í blaki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.