Stjórnarandstaðan gagnrýnir viðbrögð ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 19:21 Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan tekur undir með leiðtogum stjórnarflokkanna um að mikilvægt sé að tryggja stöðu Landsréttar sem fyrst og eyða réttaróvissu. Hún gagnrýnir hins vegar ýmislegt í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við dómi Mannréttindadómstólsins. Viðreisn sat í ríkisstjórn árið 2017 þegar dómsmálaráðherra lagði breyttan lista yfir dómara í Landsrétti fyrir Alþingi, ekki hvað síst vegna gagnrýni frá Bjartri framtíð og Viðreisn vegna kynjajafnræðis. „Þetta er ákvörðun dómsmálaráðherra á sínum tíma. Þarna voru fimmtán einstaklingar. Tíu karlmenn minnir mig og fimm konur. Okkar sjónarmið í Viðreisn var að gæta kynjasjónarmiða en ekki að brjóta lög,” segir Þorgerður Katrín. Nú hafi íslensk stjórnsýsla fengið á sig mikinn áfellisdóm og mikilvægt að bregðast við með því að eyða réttaróvissu. „Við eigum að virða þennan dóm. Við eigum að hlíta honum og við eigum að koma réttarkerfinu okkar í lag. Taka betur utan um Landsrétt. Þetta er stórkostleg réttarbót. Við megum ekki gleyma því. Mikið réttaröryggi fyrir alla Íslendinga, okkar samfélag. Að koma á þessu millidómstigi sem Landsréttur er,” segir Þorgerður Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það hafi verið óumflýjanlegt að dómsmálaráðherra segði af sér þar sem embættisfærslur hennar hafi skapað þá óvissu sem nú væri uppi. Mannréttindadómstóllinn sé mikilvægt auga að utan á réttarfarið á Íslandi. „Við erum að horfa upp á gríðarlega alvarlegt ástand í okkar heimsálfu. Í Evrópu. Við erum að sjá lönd eins og Ungverjaland, Pólland, Ítalíu og fleiri staði þar sem er vegið að réttarríkinu. Ég held að það sé einmitt gríðarlega mikilvægt að við séum aðili að þessum dómstól,” sagði Logi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tekur undir nauðsyn þess að dómsmálaráðherra segði af sér sem ekki hafi gengist við ábyrgð sinni í málinu. Hún hafi hins vegar áhyggjur af því hvernig fjármálaráðherra og fráfarandi dómsmálaráðherra tali um Mannréttindadómstólinn. „Og ég sem formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls. Sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri og 830 milljónum manna í allri Evrópu,” sagði Þórhildur Sunna. Mikilvægst núna væri að tryggja starfsemi Landsréttar að það geti orðið mjög flókið úrlausnarefni. Inga Sæland tekur undir þessi sjónarmið og er ekki sátt við hvernig fjármálaráðherra talar um Mannréttindadómstólinn. „Ætla að reyna að gefa það í skyn íslenskir dómstólar séu ekki algerlega með lögsögu yfir sínum dómum. Það er náttúrlega alrangt. Við berum auðvitað ákveðna skyldu til að líta til hins vegar dóma Mannréttindadómstólsins,” sagði formaður Flokks fólksins.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent