RÚV með helming auglýsingatekna Heiðar Guðjónsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun