RÚV með helming auglýsingatekna Heiðar Guðjónsson skrifar 14. mars 2019 07:00 Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur síðustu daga gert sér mikinn fréttamat úr samantekt Hagstofunnar á tekjum íslenskra fjölmiðla og virðast lykilstarfsmenn kætast mjög yfir niðurstöðunni um skiptingu auglýsingatekna á markaði, þar sem meginniðurstaðan er að RÚV er með 16% af öllum auglýsingatekjum á markaði. Svo mjög kætast RÚV-arar að ríkisfjölmiðillinn fer þá óvenjulegu leið að nota skattféð, sem Ríkisútvarpið er rekið fyrir, til að kaupa dreifingu á samfélagsmiðlum á eigin frétt um samantekt Hagstofunnar. Þannig á væntanlega að tryggja að hún fari ekki fram hjá neinum enda voru undirtektirnar fram að því dræmar. Sem ætti að koma fáum á óvart því fréttin er augljóslega villandi. RÚV er ekki á öllum fjölmiðlamarkaðnum þegar kemur að auglýsingatekjum, eingöngu hljóð- og sjónvarpsmarkaði, þar sem hlutfallið er miklu hærra. RÚV er ekki á dagblaðamarkaði, ekki á tímaritamarkaði og ekki með auglýsingar á vefmiðlamarkaði. Þetta er því villandi samanburður sem fegrar hlutdeild Ríkisútvarpsins verulega, ef ekki hreinlega skrumskælir. Marktæki mælikvarðinn er auðvitað hver hlutdeild Ríkisútvarpsins er gagnvart þeim einkafjölmiðlum sem ríkisfjölmiðillinn á í samkeppni við. Sé samantekt Hagstofunnar lesin til enda kemur loks í ljós að frá hruni jókst hlutur RÚV á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps og hefur hlutdeild þess „frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði“. Það er tæpur helmingur allra auglýsingatekna í sjónvarpi! Hinn helminginn mega sjónvarpsstöðvar Sýnar með Stöð 2 og sportrásirnar í fararbroddi, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og kristilega sjónvarpsstöðin Omega bítast um. Minni sjónvarpsstöðvar eiga afar erfitt uppdráttar í þessum leik og er skemmst að minnast örlaga ÍNN og sjónvarpsstöðva Sigmars Vilhjálmssonar, Miklagarðs og Bravó. Árið 2019 nemur framlag ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljörðum króna og hefur hækkað um helming á síðustu 10 árum, á verðlagi hvers árs. Útvarpsgjaldið sem hver skattgreiðandi, einstaklingar og fyrirtæki, þarf að greiða er 17.500 krónur. Það myndi augljóslega muna miklu ef áskriftarstöðvar, sbr. Stöð 2 og Sjónvarp Símans, gætu gengið að slíkum tekjustofni vísum auk helmingshlutdeildar í auglýsingatekjum í sjónvarpi. Samhliða er vert að hafa í huga að umtalsverður samdráttur hefur orðið í tekjum fjölmiðla frá efnahagshruninu 2008 sem þýðir einfaldlega að kakan er minni, það er minna til skiptanna. Þetta staðfestir samantekt Hagstofunnar. Það er vissulega fagnaðarefni að hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps hafi lækkað úr 45% í 34% frá 2013 og vonandi er það þróun sem heldur áfram því gróska er í útvarpi á Íslandi, eins og fjöldi einkarekinna útvarpsstöðva sýnir. Eðlilegt skref er að ríkið hörfi til samræmis en vandséð er til dæmis af dagskrá Rásar 2 hvað réttlætir slíkan ríkisrekstur. Tæknibreytingar valda nú því að framleiðsla á íslensku fjölmiðlaefni hefur aldrei verið meiri. Streymi tónlistar, myndbanda og hvers kyns efnis til afþreyingar er nú allt um kring og aðgangur að markaði hefur aldrei verið opnari. Samkeppni við erlendar efnisveitur veldur einnig því að innlendur auglýsingamarkaður minnkar. Það er því hrópleg mismunun að ríkið haldi sérstaklega úti bákni einsog RÚV þegar sköpunin og dreifing efnis fer fram að langmestu leyti utan þess, en RÚV er engu að síður leyft að hirða um helming auglýsingamarkaðar í sjónvarpi. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar