Sú besta í heimi rak þjálfarann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 12:30 Sascha Bajin með Naomi Osaka. Getty/Clive Brunskill Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019 Tennis Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Það var ekki nóg fyrir hann að gera hana að bestu tenniskonu heims því Sascha Bajin hélt ekki starfi sínu sem þjálfari Naomi Osaka. Naomi Osaka átti ótrúlega þrettán mánuði þegar hún fór frá því að vera nær algjörlega óþekkt tenniskona í það að vinna tvo risamót í röð og komast í efsta sæti heimslistans. Þessi frábæri árangur hennar var þó ekki nóg fyrir þjálfara hennar að halda starfinu. Naomi Osaka tilkynnti það á Twitter að samstarfi hennar og Sascha Bajin væri lokið.Hey everyone, I will no longer be working together with Sascha. I thank him for his work and wish him all the best in the future. — NaomiOsaka(@Naomi_Osaka_) February 11, 2019Sascha Bajin staðfesti sjálfur fréttirnar skömmu síðar og þakkaði Naomi fyrir samstarfið og allt ævintýrið. Umboðsmaður Naomi Osaka staðfesti það líka að þau Osaka og Bajin myndu ekki vinna lengur saman en sagði jafnframt að hún ætlaði ekkert að tjá sig meira um þessi starfslok þjálfarans. Það er óhætt að segja að þetta kalli á margar spurningar enda leit það þannig út eins og samstarf þeirra tveggja væri að ganga fullkomlega.Naomi Osaka, the No. 1-ranked women's tennis player in the world, said that she was splitting with her coach, Sascha Bajin. The abrupt announcement came 16 days after she won the Australian Open. https://t.co/RGx2wu5fYk — The New York Times (@nytimes) February 12, 2019Sascha Bajin var valinn þjálfari ársins hjá WTA fyrir árið 2018 enda tókst honum að hjálpa 21 árs gamalli japanskri tenniskonu að verða sú besta í heimi. Hann er 34 ára gamall og hefur unnið með Serenu Williams (2008-2015), Victoriu Azarenka (2015-16), Sloane Stephens (2016) og Caroline Wozniacki (2017). Þegar hann tók við þjálfun Naomi Osaka þá sat hún í 68. sæti heimslistans. Hann skilur við hana í toppsætinu. Naomi Osaka vann opna bandaríska risamótið í tennis og fylgdi því eftir með að vinna opna ástralska risamótið í síðasta mánuði. Hún varð í framhaldinu fyrsta asíska tenniskonan til að komast í efsta sæti heimslistans.After working together for the past 13 months, @Naomi_Osaka_ and Sascha Bajin have split --> https://t.co/ollEHuREKt#?????pic.twitter.com/KBQg3V3KrY — WTA (@WTA) February 11, 2019
Tennis Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira