Úrvalsdeildin í pílukasti sýnd á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:01 Michael van Gerwen er ríkjandi úrvalsdeildarmeistari í pílukasti. Vísir/Getty Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningaréttinn á úrvalsdeildinni í pílukasti, Premier League Darts, sem hófst fyrr í þessum mánuði. HM í pílukasti var sýnt í desember síðastliðinn við miklar vinsældir. Tíu bestu pílukastarar heims mætast í deildarkeppni fyrstu fjórtán vikur tímabilsins, þar sem tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Michael van Gerwen, ríkjandi heimsmeistari og úrvalsdeildarmeistari, stendur vel að vígi eftir fyrstu tvær umferðirnar en hann er sá eini sem er með fullt hús stiga. Fjórir stigahæstu komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram síðustu tvær vikurnar. Þá verður leikið fyrst til undanúrslita, svo til úrslita. Páll Sævar Guðjónsson lýsti heimsmeismeistaramótinu og varð var við þann gríðarlega áhuga sem var á því hér á landinu. „Áhugi á pílukasti hefur stóraukist eftir að sýnt var frá heimsmeistaramótinu á Stöð 2 Sport í desember,“ sagði hann. „Ég fékk margar fyrirspurnir um hvernig væri hægt að fá miða til að komast í höllina og upplifa þessa mögnuðu stemningu sem er á meðal áhorfenda.“ Í úrvalsdeildinni er keppt víða um Evrópu, til að mynda í Berlín þann 21. mars og er Páll Sævar sérstaklega spenntur fyrir þeirri keppni. „Þá verður spilað í Mercedes Benz-höllinni í Berlín, þar sem Ísland spilaði á EM í körfubolta árið 2015 og Martin Hermannsson leikur heimaleiki sína með körfuboltaliðinu Alba Berlin. Í fyrra mættu tæplega átján þúsund manns á pílukvöldið,“ sagði hann enn fremur. Fyrsta útsending Stöðvar 2 Sports frá úrvalsdeildinni í pílukasti verður á fimmtudag næstkomandi en þá verður keppt í Dyflinni. Íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02 Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00 Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningaréttinn á úrvalsdeildinni í pílukasti, Premier League Darts, sem hófst fyrr í þessum mánuði. HM í pílukasti var sýnt í desember síðastliðinn við miklar vinsældir. Tíu bestu pílukastarar heims mætast í deildarkeppni fyrstu fjórtán vikur tímabilsins, þar sem tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Michael van Gerwen, ríkjandi heimsmeistari og úrvalsdeildarmeistari, stendur vel að vígi eftir fyrstu tvær umferðirnar en hann er sá eini sem er með fullt hús stiga. Fjórir stigahæstu komast svo í úrslitakeppnina sem fer fram síðustu tvær vikurnar. Þá verður leikið fyrst til undanúrslita, svo til úrslita. Páll Sævar Guðjónsson lýsti heimsmeismeistaramótinu og varð var við þann gríðarlega áhuga sem var á því hér á landinu. „Áhugi á pílukasti hefur stóraukist eftir að sýnt var frá heimsmeistaramótinu á Stöð 2 Sport í desember,“ sagði hann. „Ég fékk margar fyrirspurnir um hvernig væri hægt að fá miða til að komast í höllina og upplifa þessa mögnuðu stemningu sem er á meðal áhorfenda.“ Í úrvalsdeildinni er keppt víða um Evrópu, til að mynda í Berlín þann 21. mars og er Páll Sævar sérstaklega spenntur fyrir þeirri keppni. „Þá verður spilað í Mercedes Benz-höllinni í Berlín, þar sem Ísland spilaði á EM í körfubolta árið 2015 og Martin Hermannsson leikur heimaleiki sína með körfuboltaliðinu Alba Berlin. Í fyrra mættu tæplega átján þúsund manns á pílukvöldið,“ sagði hann enn fremur. Fyrsta útsending Stöðvar 2 Sports frá úrvalsdeildinni í pílukasti verður á fimmtudag næstkomandi en þá verður keppt í Dyflinni.
Íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02 Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00 Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Van Gerwen afgreiddi Smith og er heimsmeistari í þriðja sinn Hollendingnum brást ekki bogalistinn í kvöld er hann varð heimsmeistari í þriðja sinn. 1. janúar 2019 22:02
Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti. 16. desember 2018 11:00
Níu pílur gera allt tryllt | Myndband Það er ekkert betra en að klára leik með níu pílum í pílukasti. 20. desember 2018 23:00