Erlent

Að minnsta kosti 21 látið lífið í fimbul­kuldanum í Banda­ríkjunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem tekin var í Madison í Wisconsin í gær en þar hefur verið afar kalt undanfarið.
Mynd sem tekin var í Madison í Wisconsin í gær en þar hefur verið afar kalt undanfarið. vísir/getty
Að minnsta kosti 21 hafa látið lífið í fimbulkuldanum sem nú gengur yfir miðvesturríki Bandaríkjanna.

Um 90 milljónir þjóðarinnar búa á svæðum þar sem frostið hefur mælst 17 stig eða lægra og hafa spítalar þurft að sinna fjölda fólks sem þangað hefur leitað vegna kalsára.

Heimilislausir eru í sérstaklega mikilli lífshættu í kuldakastinu og hefur hitaskýlum fyrir hópinn verið komið upp víða í þeim borgum þar sem hvað kaldast hefur verið, að því er fram kemur á vef BBC. Þá hefur fólk fundist látið skammt frá heimilum sínum.

Þannig sögðu yfirvöld í Michigan að maður sem lést vegna kuldans þegar hann var úti við í hverfinu sínu hefði verið of illa klæddur fyrir veðrið. Þá hefur fólk látið lífið í umferðinni vegna erfiðra aðstæðna á vegum úti.

Meira en þrjátíu kuldamet hafa verið slegin í miðvesturríkjunum í kuldakastinu og í gær, fimmtudag, var kaldast í bænum Cotton í Minnesota þar sem frostið mældist 48 stig. 


Tengdar fréttir

Manndrápsveður vestanhafs

Hættulegt frost var í norðausturhluta Bandaríkjanna í gær. Fór niður að fjörutíu stigum. Stórborgir lentu illa í heimskautalægðinni og mældist frost til að mynda 32 stig í Chicago. Veðurfræðingar vara við útivist.

Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli

Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×