Hættu við rauða dregilinn vegna ummæla Neeson um svarta Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 23:33 Norður írski leikarinn Liam Neeson. Vísir/Getty Stjörnur nýjustu myndar norður írska leikarans Liam Neeson hættu við að mæta á rauða dregilinn fyrir forsýningu myndarinnar í New York vegna ummæla hans um að hafa viljað myrða svarta manneskju eftir að vinkonu hans var nauðgað. Ummælin hafa vakið mikla reiði en blaðamönnum var tilkynnt að hætt hefði verið við að veita þeim aðgengi að stjörnum nýjustu myndar Neeson, Cold Pursuit, á rauða dreglinum tveimur klukkustundum áður en viðhafnarforsýningin átti að hefjast í dag. Neeson hefur neitað því að ummælin beri þess merki að hann sé rasisti en þau voru birt í breska fjölmiðlinum The Independent í gær og hafa vakið hörð viðbrögð. Sagðist leikarinn vilja opna breiðara samtal um kynþáttahatur með ummælum sínum. Þeir sem höfðu skipulagt viðburðinn á rauða dreglinum fyrir forsýningu Cold Pursuit tilkynntu blaðamönnum og ljósmyndurum að ekkert aðgengi yrði veitt að aðstandendum myndarinnar.Var að ræða nýjasta hefndartrylli sinn Myndinni hefur verið lýst sem hefndartrylli sem segir frá manni sem ekur snjóplóg sem verður fyrir miklu áfalli þegar sonur hans fellur frá við dularfullar aðstæður.Lét Neeson þessi ummæli falla þegar hann var að kynna myndina en hann sagðist hafa gengið um með vopn í von um að myrða svartan mann eftir að vinkonu hans var nauðgað fyrir fjörutíu árum. Ítrekaði Neeson að honum þætti hræðilegt að hugsa til þess í dag. Neeson var að koma úr ferðalagi þegar hann heyrði af nauðgun vinkonu sinnar. Þegar hann spurði hana hvort hún þekkti árásarmanninn svaraði hún neitandi. Þegar hann spurði um kynþátt árásarmannsins sagði hún hann hafa verið þeldökkan. „Ég gekk um göturnar með rotkylfu í von um að einhver myndi nálgast mig. Ég skammast mín fyrir þetta – ég gerði þetta í um það bil viku – en ég vonaðist til að einhver þeldökkur maður myndi koma út af krá og angra mig og ég gæti drepið hann,“ sagði leikarinn í viðtali. Hann segir þetta vera hræðilegan hugsunarhátt og hann hafi fljótlega áttað sig á því þegar hann náði að vinna úr atvikinu. Hann tengi þó hugsunarháttinn við hefndarþörfina sem hafi fylgt honum eftir uppeldi sitt í Norður-Írlandi. „Það leiðir bara til meiri hefndar, fleiri og fleiri morða og Norður-Írland er sönnun um það.“„Þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi“ Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli mætti hann í bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann sagðist vonast til að þessi ummæli myndu opna á hreinskiptin samskipti um kynþáttahatur. „Við þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi í þessu landi, í mínu landi líka. Þú rétt lítur undir yfirborðið og finnur þar rasisma og fordóma og það er til staðar.“ Neeson sagði að þegar hann komst að því að vinkonu sinni, sem er látin í dag, hefði verið nauðgað hefði vaknað upp í honum frumhvöt til að beita ofbeldi.Fannst ósmekklegt að hann skyldi kynna myndina svona Eins og áður segir hafa þessi ummæli hans vakið mikil viðbrögð og gagnrýnd af blaðamanni The Guardian og Kehinde Andrews, prófessor í menningarsögu svartra við Birmingham-háskólann. Sagði Andrews að það væri afar ósmekklegt af Neeson að nota þessi óviðeigandi ummæli til að kynna nýjustu mynd sína. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn John Barnes, sem hefur barist gegn kynþáttahatri lengi vel, varði Neeson í samtali við BBC. Barnes benti á að Neeson hefði séð eftir þessum hugsunarhætti um viku frá því hann greip hann fyrst. „Hann gerði sér grein fyrir því að það var rangt af honum að hugsa svona. Og við þurfum að eiga þetta samtal,“ sagði Barnes. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Stjörnur nýjustu myndar norður írska leikarans Liam Neeson hættu við að mæta á rauða dregilinn fyrir forsýningu myndarinnar í New York vegna ummæla hans um að hafa viljað myrða svarta manneskju eftir að vinkonu hans var nauðgað. Ummælin hafa vakið mikla reiði en blaðamönnum var tilkynnt að hætt hefði verið við að veita þeim aðgengi að stjörnum nýjustu myndar Neeson, Cold Pursuit, á rauða dreglinum tveimur klukkustundum áður en viðhafnarforsýningin átti að hefjast í dag. Neeson hefur neitað því að ummælin beri þess merki að hann sé rasisti en þau voru birt í breska fjölmiðlinum The Independent í gær og hafa vakið hörð viðbrögð. Sagðist leikarinn vilja opna breiðara samtal um kynþáttahatur með ummælum sínum. Þeir sem höfðu skipulagt viðburðinn á rauða dreglinum fyrir forsýningu Cold Pursuit tilkynntu blaðamönnum og ljósmyndurum að ekkert aðgengi yrði veitt að aðstandendum myndarinnar.Var að ræða nýjasta hefndartrylli sinn Myndinni hefur verið lýst sem hefndartrylli sem segir frá manni sem ekur snjóplóg sem verður fyrir miklu áfalli þegar sonur hans fellur frá við dularfullar aðstæður.Lét Neeson þessi ummæli falla þegar hann var að kynna myndina en hann sagðist hafa gengið um með vopn í von um að myrða svartan mann eftir að vinkonu hans var nauðgað fyrir fjörutíu árum. Ítrekaði Neeson að honum þætti hræðilegt að hugsa til þess í dag. Neeson var að koma úr ferðalagi þegar hann heyrði af nauðgun vinkonu sinnar. Þegar hann spurði hana hvort hún þekkti árásarmanninn svaraði hún neitandi. Þegar hann spurði um kynþátt árásarmannsins sagði hún hann hafa verið þeldökkan. „Ég gekk um göturnar með rotkylfu í von um að einhver myndi nálgast mig. Ég skammast mín fyrir þetta – ég gerði þetta í um það bil viku – en ég vonaðist til að einhver þeldökkur maður myndi koma út af krá og angra mig og ég gæti drepið hann,“ sagði leikarinn í viðtali. Hann segir þetta vera hræðilegan hugsunarhátt og hann hafi fljótlega áttað sig á því þegar hann náði að vinna úr atvikinu. Hann tengi þó hugsunarháttinn við hefndarþörfina sem hafi fylgt honum eftir uppeldi sitt í Norður-Írlandi. „Það leiðir bara til meiri hefndar, fleiri og fleiri morða og Norður-Írland er sönnun um það.“„Þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi“ Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli mætti hann í bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann sagðist vonast til að þessi ummæli myndu opna á hreinskiptin samskipti um kynþáttahatur. „Við þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi í þessu landi, í mínu landi líka. Þú rétt lítur undir yfirborðið og finnur þar rasisma og fordóma og það er til staðar.“ Neeson sagði að þegar hann komst að því að vinkonu sinni, sem er látin í dag, hefði verið nauðgað hefði vaknað upp í honum frumhvöt til að beita ofbeldi.Fannst ósmekklegt að hann skyldi kynna myndina svona Eins og áður segir hafa þessi ummæli hans vakið mikil viðbrögð og gagnrýnd af blaðamanni The Guardian og Kehinde Andrews, prófessor í menningarsögu svartra við Birmingham-háskólann. Sagði Andrews að það væri afar ósmekklegt af Neeson að nota þessi óviðeigandi ummæli til að kynna nýjustu mynd sína. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn John Barnes, sem hefur barist gegn kynþáttahatri lengi vel, varði Neeson í samtali við BBC. Barnes benti á að Neeson hefði séð eftir þessum hugsunarhætti um viku frá því hann greip hann fyrst. „Hann gerði sér grein fyrir því að það var rangt af honum að hugsa svona. Og við þurfum að eiga þetta samtal,“ sagði Barnes.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10