43 leikmenn fengu meira borgað en Tom Brady Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 10:30 Tom Brady vann Super Bowl í sjötta sinn. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður. NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður.
NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00
Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30
Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59
Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08
Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45