Erlent

Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maður stendur í rústum heimilis síns sem gjöreyðilagðist í hamförunum.
Maður stendur í rústum heimilis síns sem gjöreyðilagðist í hamförunum. Leo Correa/Getty
Að minnsta kosti 40 eru látnir eftir að stífla brast við járngrýtisnámu í suðaustur-Brasilíu. Talið er að um 300 manns sé saknað eftir að aurleðja flæddi yfir námusvæðið.Búist er við að tala látinna muni hækka talsvert meira en björgunaraðilar eru ekki vongóðir um að margir finnist á lífi. Þá hafa skilyrði til björgunaraðgerða versnað vegna vatnsveðurs sem gera björgunarfólki erfitt um vik.Romeu Zema, fylkisstjóri í Minas Gerais þar sem flóðið varð, hefur heitið því að þeim sem ábyrgð beri á stíflubrestinum „verði refsað.“Yfirvöld í Brasilíu hafa mætt harðri gagnrýni vegna málsins en umhverfisverndarsinnar í landinu telja að brest stíflunnar megi rekja til skorts á reglugerðum og aðhaldi er snýr að námuvinnslufyrirtækjum í landinu.Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti Brasilíu, setti í gær færslu á Twitter þar sem hann sagði ríkisstjórn landsins ætla að gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að „koma í veg fyrir fleiri hörmungar eins og þessar.“ Eitt af stefnumálum Bolsonaro í kosningabaráttunni var að fækka reglugerðum er snúa að námuvinnslu í landinu, í þeim tilgangi að blása lífi í efnahag Brasilíu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.