Varað við popúlisma og hnignun lýðræðislegra stofnana í spillingarskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 15:57 Listi Transparancy International nær til opinberrar spillingar. Vísir/Getty Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Ísland er í fjórtánda sæti lista samtakanna Transparency International þar sem 180 ríki eru metin eftir spillingu í opinbera geiranum og lækkar um eitt sæti á milli ára. Skýrsluhöfundar samtakanna vara við uppgangi lýðskrumara og hnignun lýðræðislegra stofnana í vestrænum ríkjum. Sem fyrr raða Norðurlöndin sér ofarlega á listann. Danir tróna á toppnum, Finnar og Svíar deila þriðja sætinu með Svisslendingum og Singapúrum. Norðmenn koma þar á eftir í sjöunda sæti. Af þeim tuttugu ríkjum sem fá hæsta einkunn frá Transparancy International eru fjórtán frá Vestur-Evrópu og Evrópusambandinu. Danir fengu 88 stig af 100 mögulegum á listanum, hin norrænu ríkin fengu öll yfir 84. Ísland er neðst Norðurlandanna með 76 stig. Einkunn Íslands hefur lækkað um þrjú stig frá 2015. Samtökin segja að sterkar stofnanir, réttarríki og mikil efnahagsleg framþróun skýri stöðu ríkjanna á efri enda listans. Þrátt fyrir séu þau ekki algerlega laus við spillingu. Mat þeirra nái aðeins til opinberrar spillingar, þar á meðal mútugreiðslna, misnotkunar á almannafé og hagsmunaárekstra svo eitthvað sé nefnt. Vísa þau meðal annars til peningaþvættishneykslisins sem skekið hefur Danske bank í Danmörku undanfarið og svissneskra banka sem séu iðulega viðriðnir stór peningaþvættismál, þar á meðal 1MBD-hneykslisins í Malasíu og Oderbrecht- og Petrobras-spillingarmálanna í Brasilíu. Fimm neðstu sætin á listanum skipa svo Norður-Kórea, Jemen, Suður-Súdan, Sýrland og Sómalía.Popúlistar grafa undan lýðræðislegum stofnunum Þrátt fyrir að Vestur-Evrópa og ESB-ríki standi sig mun betur en aðrir heimshlutar segja samtökin að löndin eigi enn nokkuð í land með að taka almennilega á spillingu. Ástandinu í Búlgaríu, Grikklandi og Ungverjalandi hafi hrakað undanfarin ár. Vara samtökin sérstaklega við því að popúlískir stjórnmálamenn hafi komist til áhrif í nokkrum ríkjum álfunnar undanfarin ár. Þeir ali á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum og nýtt þann ótta til að réttlæta ólýðræðislegar aðgerðir. Slíkir hópar hafi gjarnan beitt fyrir sig stafrænum miðlum sem séu ógegnsæir og viðkvæmir fyrir afskiptum og misnotkun útsendara erlendra ríkja, geta grafið undan lýðræðislegum kosningum og framkvæmd þeirra. „Um alla Evrópu hefur traust borgaranna á lýðræðinu beðið hnekki fyrir vikið,“ segir í skýrslu samtakanna. Sérstaklega nefna Transparancy International Ungverjaland og Pólland í þessu samhengi. Þar hafi ráðamenn notað popúlíska orðræðu til þess að gera lítið úr aðhaldi almennings. Lýðræðislegar stofnanir og gildi séu í hættu í báðum ríkjum sem séu með puttana í fjölmiðlum og dómstólum sem ógni sjálfstæði þeirra. „Það eru einnig nokkur tilfelli þar sem fjölmiðlum í báðum ríkjum er beitt til að sýna aðgerðasinna og sjálfstæða hugsuði sem óvini þjóðarinnar sem ágerir klofning sem fyrir er á meðal borgaranna og dregur athyglina frá stjórnmálamönnunum,“ segja samtökin.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna