Sport

Úrslitin ráðast á HM í pílu: Hollendingurinn getur skrifað sig í sögubækurnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir tveir munu berjast í kvöld.
Þessir tveir munu berjast í kvöld. vísir/getty
Úrslitaleikurinn á heimsmeistaramótinu í pílu fer fram í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Í úrslitaleiknum mætast þeir Michael Smith og Michael van Gerwen en sá síðarnefndi er talinn mun sigurstranglegri fyrir úrslitaleikinn í kvöld.

Hollendingurinn getur nefnilega tryggt sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í kvöld. Hann stóð uppi sem sigurvegari 2014 og 2017 en fór í undanúrslitin í fyrra og vinni hann í kvöld getur bæst í hóp með Phil Taylor en Taylor er eini maðurinn sem hefur þrisvar sinnum staðið uppi sem sigurvegari á HM í pílu.

Van Gerwen gerði sér lítið fyrir og gekk frá hinum öfluga Gary Anderson í undanúrslitunum en lokatölur urðu 6-1 eftir að Gerwen hafði komist í 5-0.

Smith hefur ekki komist svona langt áður. Hann er í leit að sínum fyrsta risa titli en Smith tapaði í úrslitaleiknum í úrvalsdeildinni gegn Van Gerwen í maí síðastliðnum.

Saga Smith er ekki eins farsæl í pílunni eins og Van Gerwen en hann mun heldur betur skrifa sig í sögubækurnar takist honum að klára Hollendinginn í kvöld.

Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu sýna frá þessum magnaða leik í kvöld en útsendingin frá Alexander Palace í Lundúnum hefst klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×