Innlent

Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir

Kristján Már Unnarsson skrifar
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Mike Shulz
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 

Bandaríkjastjórn hefur lýst áhyggjum af auknum hernaðarumsvifum Rússa á pólssvæðinu og telur jafnframt að fylgjast verði náið með ásókn Kínverja inn á norðurhjarann. 

Embættismaðurinn, sem ræddi við hóp fréttamanna gegn nafnleynd, sagði að umfjöllunarefnið myndi koma upp í heimsókn Pence á Íslandi. 

„Hluti af samtölum okkar þar munu beinast að þjóðaröryggi,“ sagði embættismaðurinn. 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að aðalumræðuefni í heimsókn varaforsetans yrði samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála.

Sjá hér: Undirbúa heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands 

Fram kemur í frétt Reuters að varaforsetinn haldi á þriðjudag í ferðina til Íslands, Bretlands og Írlands. Í London muni hann ræða við Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, meðal annars um brottför Bretlands úr Evrópusambandinu. 

Á Írlandi muni Mike Pence ræða við írska forsætisráðherrann Leo Varadkar í Dublin. Hann heimsæki einnig Shannon til að vera við athafnir sem tengist írskri arfleifð sinni.


Tengdar fréttir

Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna

Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.