Annar heimamaðurinn fékk rassskell en hinn bauð upp á sýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 15:15 Þetta var mjög erfitt kvöld fyrir Raymond van Barneveld sem fékk skell þrátt fyrir frábæran stuðning frá löndum sínum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Raymond Van Barneveld tókst ekki að bjarga sæti sínu í úrvalsdeildinni í pílu en áttunda kvöldið fór fram í Rotterdam í gærkvöldi og það níunda er strax í kvöld. Úrvalsdeildin í pílu var í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport í gær og verður aftur á besta tíma á stöðinni í kvöld. Útsendingin kvöldsins hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 2. Hollendingurinn Van Barneveld var í níunda og neðsta sæti fyrir gærkvöldið og tókst ekki að breyta því. Þvert á móti fékk heimamaðurinn 7-1 skell á móti Daryl Gurney og þetta var því mjög erfitt kvöld fyrir þessa hollensku goðsögn í píluheiminum. Tíu þúsund manns voru í salnum og flestir klæddir í appelsínugult. Í stað þess að fá sigur hjá landa sínum sem allra dreymdi um varð niðurstaðan aðeins vandræðalegt tap. „Það var erfitt að spila í þessum kringumstæðum. Barney er augljóslega goðsögn í þessari íþrótt og hann var að spila fyrir framan ótrúlega áhorfendur. Ég hafði verk að vinna og skilaði því. Þetta var ekki mitt besta en í svona leikjum skiptir það bara máli að vinna,“ sagði Daryl Gurney eftir að hafa rasskellt heimamanninn og goðsögnina Van Barneveld.ROUND-UP! Raymond van Barneveld was eliminated from the Premier League following a crushing 7-1 defeat to Daryl Gurney on a difficult night for the Dutch legend in Rotterdam. Report, quotes and images https://t.co/MYQEIBSVsnpic.twitter.com/aR05TMZRhL — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Van Barneveld á ekki lengur möguleika á því að bjarga sæti sínu en skorið verður niður um einn keppenda eftir níu umferðir. Raymond van Barneveld er bara með 4 stig og það eru þrjú stig í næsta mann fyrir ofan. Það er stutt á milli því níunda umferðin fer fram strax í kvöld. Van Barneveld keppir líka en getur ekki bætt stöðu sína í töflunni, aðeins reynt að bjarga heiðrinum. Sem betur fer fyrir hollensku áhorfendurna þá áttu þeir annan mann og það gekk mun betur hjá heimsmeistaranum Michael van Gerwen sem náði aftur toppsætinu eftir 7-1 sigur á Skotanum litríka Peter Wright. Van Gerwen tapaði fyrir þeim Wright og Van Barneveld á tvennukvöldunum í Rotterdam í fyrra en nú var allt annað að sjá til hans. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að bjóða upp á smá sýningu fyrir aðdáendurna ekki síst vegna þess hvernig þetta fór hjá mér í fyrra. Ég var mjög ánægður með að vinna þetta 7-1,“ sagði Michael van Gerwen. „Það er frábært að ná að vinna mann eins og Peter Wright 7-1. Mér líður vel og það er meira eftir á tankinum hjá mér. Það er frábær tilfinning að komast aftur upp í toppsætið,“ sagði Van Gerwen. Van Gerwen mætir umræddum landa sínum Raymond van Barneveld í uppgjöri Hollendinganna í kvöld. Það má búast við miklu stuði þegar þeir glíma fyrir framan troðfulla höll af appelsínugulum löndum sínum.Úrslitin í gærkvöldi: Michael Smith 7-5 Gerwyn Price James Wade 6-6 Dimitri Van den Bergh Rob Cross 5-7 Mensur Suljovic Michael van Gerwen 7-1 Peter Wright Raymond van Barneveld 1-7 Daryl GurneyTABLE! Michael van Gerwen back at the top of the table, and Barney's fate is sealed in Rotterdam - he is out of the Premier League. pic.twitter.com/YirNyqyzpp — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Staðan í deildinni: Michael van Gerwen 11 stig Rob Cross 11 stig Mensur Suljović 10 stig James Wade 9 stig Daryl Gurney 9 stig Peter Wright 8 stig Gerwyn Price 7 stig Michael Smith 7 stig Raymond van Barneveld 4 stigLeikir kvöldsins Daryl Gurney - Mensur Suljovic Peter Wright - Gerwyn Price Rob Cross - Jeffrey de Zwaan Raymond van Barneveld - Michael van Gerwen James Wade - Michael Smith Aðrar íþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Raymond Van Barneveld tókst ekki að bjarga sæti sínu í úrvalsdeildinni í pílu en áttunda kvöldið fór fram í Rotterdam í gærkvöldi og það níunda er strax í kvöld. Úrvalsdeildin í pílu var í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport í gær og verður aftur á besta tíma á stöðinni í kvöld. Útsendingin kvöldsins hefst klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 2. Hollendingurinn Van Barneveld var í níunda og neðsta sæti fyrir gærkvöldið og tókst ekki að breyta því. Þvert á móti fékk heimamaðurinn 7-1 skell á móti Daryl Gurney og þetta var því mjög erfitt kvöld fyrir þessa hollensku goðsögn í píluheiminum. Tíu þúsund manns voru í salnum og flestir klæddir í appelsínugult. Í stað þess að fá sigur hjá landa sínum sem allra dreymdi um varð niðurstaðan aðeins vandræðalegt tap. „Það var erfitt að spila í þessum kringumstæðum. Barney er augljóslega goðsögn í þessari íþrótt og hann var að spila fyrir framan ótrúlega áhorfendur. Ég hafði verk að vinna og skilaði því. Þetta var ekki mitt besta en í svona leikjum skiptir það bara máli að vinna,“ sagði Daryl Gurney eftir að hafa rasskellt heimamanninn og goðsögnina Van Barneveld.ROUND-UP! Raymond van Barneveld was eliminated from the Premier League following a crushing 7-1 defeat to Daryl Gurney on a difficult night for the Dutch legend in Rotterdam. Report, quotes and images https://t.co/MYQEIBSVsnpic.twitter.com/aR05TMZRhL — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Van Barneveld á ekki lengur möguleika á því að bjarga sæti sínu en skorið verður niður um einn keppenda eftir níu umferðir. Raymond van Barneveld er bara með 4 stig og það eru þrjú stig í næsta mann fyrir ofan. Það er stutt á milli því níunda umferðin fer fram strax í kvöld. Van Barneveld keppir líka en getur ekki bætt stöðu sína í töflunni, aðeins reynt að bjarga heiðrinum. Sem betur fer fyrir hollensku áhorfendurna þá áttu þeir annan mann og það gekk mun betur hjá heimsmeistaranum Michael van Gerwen sem náði aftur toppsætinu eftir 7-1 sigur á Skotanum litríka Peter Wright. Van Gerwen tapaði fyrir þeim Wright og Van Barneveld á tvennukvöldunum í Rotterdam í fyrra en nú var allt annað að sjá til hans. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að bjóða upp á smá sýningu fyrir aðdáendurna ekki síst vegna þess hvernig þetta fór hjá mér í fyrra. Ég var mjög ánægður með að vinna þetta 7-1,“ sagði Michael van Gerwen. „Það er frábært að ná að vinna mann eins og Peter Wright 7-1. Mér líður vel og það er meira eftir á tankinum hjá mér. Það er frábær tilfinning að komast aftur upp í toppsætið,“ sagði Van Gerwen. Van Gerwen mætir umræddum landa sínum Raymond van Barneveld í uppgjöri Hollendinganna í kvöld. Það má búast við miklu stuði þegar þeir glíma fyrir framan troðfulla höll af appelsínugulum löndum sínum.Úrslitin í gærkvöldi: Michael Smith 7-5 Gerwyn Price James Wade 6-6 Dimitri Van den Bergh Rob Cross 5-7 Mensur Suljovic Michael van Gerwen 7-1 Peter Wright Raymond van Barneveld 1-7 Daryl GurneyTABLE! Michael van Gerwen back at the top of the table, and Barney's fate is sealed in Rotterdam - he is out of the Premier League. pic.twitter.com/YirNyqyzpp — PDC Darts (@OfficialPDC) March 27, 2019Staðan í deildinni: Michael van Gerwen 11 stig Rob Cross 11 stig Mensur Suljović 10 stig James Wade 9 stig Daryl Gurney 9 stig Peter Wright 8 stig Gerwyn Price 7 stig Michael Smith 7 stig Raymond van Barneveld 4 stigLeikir kvöldsins Daryl Gurney - Mensur Suljovic Peter Wright - Gerwyn Price Rob Cross - Jeffrey de Zwaan Raymond van Barneveld - Michael van Gerwen James Wade - Michael Smith
Aðrar íþróttir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Íslenski boltinn Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Íslenski boltinn Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira